Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Page 25
Félagsheimilið FESTI hefur gerbreytt allri aðstöðu til félagsstarfsemi í bænum.
Myndin er tekin í skoðunarferð á ráðstefnu Sambands íslenzkra sveitarfélaga í
nóvember 1972. (Ljósm. Gunnar G. Vigfússon).
ársins 1936, að hluti af Krísuvikur-
landi var lagður undir Hafnarfjarð-
arbæ.
Sögur herma, að í öndverðu hafi
helztu jarðir í hreppnum verið
Staður, Húsatóftir, Járngerðarstaðir
og Hraun. Með nýjum og nýjum
kynslóðum í aldanna rás skiptust
heimajarðirnar, og bændum, þ.e.a.s.
jarðeigendum, fjölgaði, og jarðir
urðu fleiri og smærri. Einnig hafa
jarðirnar gengið kaupum og sölum,
ýmist verið konungs-, kirkju- og síð-
ar ríkisjarðir eða bændajarðir. Nú
eru lóðir og lendur í hreppnum ým-
ist í eigu ríkis, sveitarfélags eða
hinna ýmsu landeigenda.
Frá landnámstíð og allt framá
þessa öld var íbúunum gjarnan skipt
eftir því, hvort þeir áttu land eða
voru landlausir. Þeir, sem land áttu,
nefndust bændur, en hinir þurra-
búðar- eða tómthúsmenn. Eftir að
þéttbýliskjarnar fóru að myndast
fyrir alvöru, leið þessi skilgreining
undir lok.
Byggðin var frá upphafi í þremur
hverfum, eins og oft hefur verið að
vikið. Risu þessi hverfi umhverfis
lendingarstaðina. Tók enginn lend-
ingarstaðurinn öðrum fram, svo að
nokkra úrslitaþýðingu hefði fyrir
byggðaþróunina. Ibúafjöldinn hef-
ur þvi' ráðizt af öðrum ástæðum, s.s.
framtaki fólksins, húsakosti o.s.frv.
Árið 1890 er tekið manntal í
Staðarprestakalli, þ.e.a.s. í Grinda-
víkurhreppi að Krísuvik undanskil-
inni. Þá eru samtals 302 ibúar í
sókninni. I Staðarhverfi búa þá 63
íbúar, í Járngerðarstaðahverfi 145
og í Þorkötlustaðahverfi 94 íbúar.
Með byggingu hafnar í Hópinu í
Járngerðarstaðahverfi skapast fyrst
þær breyttu aðstæður, sem valda
því, að útgerð leggst með öllu niður
frá Staðar- og Þorkötlustaðahverf-
unum og hefur fljótlega þau áhrif,
að byggðin dregst saman á þessum
stöðum og þó sérstaklega i Staðar-
hverfinu, sem er fjær. Enda fór svo,
að Staðarhverfið fór fljótlega í eyði.
Lengst var búið á Stað eða til ársins
1964. Örlög Þorkötlustaðahverfis
urðu nokkuð á annan veg. Byggð
hefur að vísu ekki aukizt síðan
höfnin var gerð, en heldur ekki
minnkað verulega, sumpart mun
þetta stafa af tiltölulega lítilli fjar-
lægð frá höfninni og sumpart af því,
að hraðfrystihús var reist þar árið
1946 og veitti mikla atvinnu, ein-
mitt um sama leyti og róðrar lögðust
niður frá hverfinu sjálfu.
Eins og áður er getið, stóðu at-
vinnuvegir með nokkrum blóma á
fyrstu áratugum þessarar aldar og
fjölgaði íbúunum þá nokkuð. Árið
1900 eru íbúarnir 357, og árið 1938
eru þeir orðnir 553. Á stríðsárunum
kom svo afturkippurinn, sem áður er
lýst, svo að árið 1945 er íbúatalan
komin niður í 489. Það er svo ekki
fyrr en 1950 sem íbúatölunni frá
1938 er aftur náð eða því sem næst.
Eftir það heldur fjölgunin áfram
jafnt og þétt, þannig að árið 1960
eru íbúarnir 734, fimm árum síðar
eru þeir orðnir 913, og árið 1968 fara
þeir yfir 1000. Árið 1970 voru þeir
1169, hinn 1. desember 1973 voru
Grindvíkingar 1456, og nú, hinn 1.
desember 1974 munu þeir vera alveg
um 1600.
Einsog sést af framansögðu fer
íbúatala Grindavíkur nú ört vax-
andi og aðkomumenn eru þar
margir svo að segja allt árið, því
höfnin er mikið notuð til fisklönd-
unar á öllum árstímum, skip vilja
spara sér siglingu til Faxaflóahafna
með fisk sem fenginn er fyrir sunnan
Reykjanes.
Sjómannadagurinn hefur ávallt
verið hátíðisdagur í Grindavík. Það
er ekki nein sérstök tilviljun að Sjó-
mannadagsblaðið minnist Grind-
víkinga sérstaklega. Það hefur staðið
til lengi. Grindvíkingar hafa haldið
uppi merki sannrar sjómennsku í
þessu landi og ritnefndin sendir
þeim sérstakar árnaðaróskir þenrian
dag.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 17