Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Síða 33
kannski mál að fara úr stígvélun-
um!“
„Hann etur altíð og er þó altíð
soltinn, segir meistari, Jón.“
, Já, það á víst við þarna.“
Svo féllu orðaskiptin niður. Ég fór
að hugsa um Gvend. Kappið í hon-
um í þessum túr hafði gengið vit-
firringu næst, hafði oft vel verið, það
sem af var úthaldinu, en aldrei neitt
ámóta og þessi ósköp. Sýndist næst-
um vera svo, að einhver annarleg
ástríða ýtti á kallinn, því ekki þurfti
hann að láta svona vegna Litlunnar,
hafði alltaf verið hærri en Bjarni, frá
því að út var lagt í vetur....Ágirndar
bruni? Kannski það, ágirnd vex með
eyri hverjum, og nú hafði hann
máski séð glóa á silfur með hverjum
drætti, sem hann kippti inn — og
svo var það eins og ákall: Meira
silfur, meira silfur. Annars var hann
nú ekki neitt tiltakanlega saman
saumaður, ekki eins og ég vissi dæmi
til um suma, að þeir tímdu ekki að
gefa manni í beitu af steinbítsstirtlu
eða leikuloki, — nei, nei. Og svo fór
ég ósjálfrátt að rifja það upp fyrir
mér, í fáum dráttum, sem ég vissi
um Fiski-Gvend:
Guðmundur var Þórðarson, mað-
ur rúmlega fimmtugur. Hann átti
heima á Fagureyri, var bóndasonur
vestan úr Hamrafirði, missti ungur
foreldra sína og var svo uppalinn á
sveit. Iannan við fermingu hafði
hann farið að róa á árabát með hús-
bónda sínum, sem vildi ekki sleppa
honum til sjós. En átján ára hafði
hann rifið sig lausan og komizt á
skútu, og upp úr því hafði hann
einhver ráð með að kaupa sér lausa-
mennskubréf, enda reynzt afbrigða
fiskinn og kappsamur. Um tvítugt
hafði hann drifið sig suður á land
rétt fyrir byrjun vetrarvertíðar og
tekizt að koma sér í skiprúm á einum
kútternum hjá vestfirzkum skip-
stjóra. Hann hafði svo verið á vetr-
arvertíð syðra á hverju einasta ári
nema þrjú þau síðustu, en á skútum
vestra vor og sumar. Hann hafði
aðeins örsjaldan orðið að láta í
minni pokann við fiskidrátt, reynzt
ótrúlega þolinn, ekki stærri og þrek-
vaxnari maður, og heyrt hafði ég, að
hann hefði alltaf ráðið sig næstu
vertíð á sama skip og sá, sem hafði
reynzt honum eitthvað meiri drátt-
armaður, og einungis tvisvar sinn-
um hafði það komið fyrir, að maður
bæri sigurorð af honum tvö ár í röð.
Ég hafði spurt hann, hvaðan þeir
tveir kappar hefðu eiginlega verið,
sem hefðu verið þeir helvízkir ná-
menn að sigra hann, og ég hafði
heyrt aðra bera upp fyrir honum
þessa spurningu. Hann viðhafði þá
ávallt sömu orðin, var talsverð
romsa, sem hann virtist hafa æft sig
á og lært orði til orðs:
„Uss, vertu ekki að spyrja að því
arna, ég segi það bara, já. Annar var
af Skipaskaga, en hinn var villingur
ofan undan jöklunum, sem eru
norðan við stóru mýrina þarna á
Suðurlandinu, segi það bara, já.“
Svo kom í hann hálfgildings eymd-
ar- og hátíðleikahljóð: „Þeir eru nú
báðir dánir, vesalingarnir, og var þó
annar þeirra 197 pund, en hinn 185
og rétt 50 kvint — og handleggirnir
á þeim eins og kvenmannslæri. Þeir
gerdu báðir meira en guð hafði ætl-
að þeim, — ég segi það bara, já.“
Seinustu orðin voru sögð í hressileg-
um róm — og hnykkur á jáinu.
Að haustinu, líka að vetrinum,
áður en Guðmundur fór til sjós,
stundaði hann fuglaveiðar á firðin-
um hvern logndag, reytti fuglana
sjálfur og hafði fiðrið með sér suður,
þegar hann fór á vertíð, en hafði
safnað því síðan hann lét af suður-
ferðunum, sagðist senda það, þegar
hann væri búinn að fylla balla, yrði
ódýrara en að mjatla því suður í
posasníglum. Annars smíðaði hann
á vetrum tóbaksbauka, sem hann
seldi, ekki skorna eða búna, en
þannig gerða, að þeir tóku mikið, en
fóru samt vel í vasa, „sendi þá suð-
ur,“ sagði hann, „þykja tilvaldir á
trollurunum.“ Hálfþrítugur hafði
Guðmundur gengið að eiga stúlku,
sem var tíu árum eldri en hann. Hún
var eins og fólk flest, nema hvað hún
var myndarlegri og duglegri sauma-
kona en nokkur önnur á Fagureyri.
Þrifin var hún og sparsöm, enda af
e\ju- og s.tandsfólki. Ekki hafði ann-
að heyrzt en að þeim hjónum hefði
fallið mætavel, og víst er um það, að
þegar hún fyrir rúmum þremur ár-
um lagðist þá legu, sem hún stóð
ekki upp úr, fór Guðmundur ekki á
vetrarvertíð og ekki á skútu vestra
fyrr en eftir sumarmál, en þá var svo
komið, að kona hans hvíldi í hinum
nýja kirkjugarði á Fagureyri, var
þriðja manneskjan, sem þar var
jörðuð. Síðan hafði Guðmundur
ekki farið á vertíð suður, og ef hann
var spurður, hvers vegna hann hefði
hætt því, hvort hann væri farinn að
linast eða þættist orðinn nógu
efnaður, þá var ávallt svarið:
„Festist fyrir vestan hérna um
vorið — er moldarbingur úti í gardi,
sem heldur í mig, — segi það bara,
já.;;
Svo var þá ekki frekar spurt.
Þau hjónin höfðu eignazt tvö
börn, son og dóttur. Sonurinn hafði
numið sjómannafræði fyrir sunnan
og var þar nú á togara, en dóttirin
var gift trésmið á Fagureyri. Hjá
þeim bjó Guðmundur, hafði eitt
herbergi í húsi þeirra, hafði selt sitt,
og auk herbergisins hafði hann afnot
af lofti yfir smíðastofu tengdasonar
síns, en hún var í úthýsi skammt frá
íbúðarhúsinu. Guðmundur notaði
ekkert tóbak, og ekki drakk hann
kaffi, lifði eingöngu á fiski og lifur,
kartöflum og graut, meðan hann var
til sjós, fór heim með brauðið, syk-
urinn og sjörlíkið, sem honum var
vegið eftir viðskiptabókinni, —
„börnin“, sagði hann, „börnin hans
afa, píri í þau.“.En tvisvar á ári
drakk hann sig þéttkenndan, —
þegar skipin hættu veiðum og á
gamlaárskvöld. Mórauði kallinn
spurði hann, hvort hann yrði nú ekki
að hætta við goggolíuna, þegar
bannið skylli á.
„Hætti því ekki. Kristur sagdi, að
maðurinn lifdi ekki á einum saman
þorski, og ég hætti ekki við vatnið
frá Kana, segi það bara, já.“
„Hann er áreiðanlega búinn að
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 25