Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Síða 35
svona. Ég held það megi til að fara
með hann ofan í.“
En Markús nokkur stýrimaður
gerðist til að aftaka það.
„Verdur ekkert af því,“ sagði
hann. „Hann skal verda að fletja
með okkur, ef ekki vakandi, þá sof-
andi.“
„En hann getur skorið sig, Marki
minn,“ sagði skipstjórinn, „og tvíl-
laust eyðileggur hann fiskinn, sem
hann fletur.“
En það var bara uppreisnarandi i
Mórauða kallinum:
„Ef maður sér það, að hann er
ekki vel handstyrkur við flatning-
una, þá er ekki annað en láta hann
eingöngu fletja sína fiska, hann af-
kastar varla meiru. Nú, ef hann sker
sig, þá hann um það. Hann fær þá
kannski lexíu að læra.“
Að svo mæltu rauk Mórauði kall-
inn þangað, sem Siggi Jósúa var að
ausa sjó í bala, reif af honum pus-
una, hellti úr henni, unz eftir var í
henni aðeins þriðjungur, gekk síðan
að Fiski-Gvendi, þar sem hann var
enn að skima og þreifa.
„Gvendur!“ murraði hann
vonxkulega.
Fiski-Gvendur rétti sig upp, og í
sömu svipan skvetti Mórauði kall-
inn framan í hann úr pusunni.
Gvendur tók óskapleg andköf,
glennti upp skjáina, skók sig allan og
hrópaði:
„Ágjöf, bullandi ágjöf, komið
versta veður, ég segi það...“
Nú rankaði hann auðsjáanlega
það mikið við sér, að hann kom auga
á Markús og starði á hann þegjandi.
Og Markús mælti:
„Það er satt, það er komin bull-
andi ágjöf hjá þér, — þú ert nefni-
lega farinn að taka á þig freyðandi
vitfirringssjói. Áðan fleygdirdu fyrir
bord stærsta fiskinum, sem þú dróst
í nótt, og núna misstirdu flatnings-
hnifinn þinn í sjóinn, varst með
hann í kjaftinum, ófétis afglapinn,
og það var Dúshnífurinn frægi, sem
þú hefur sagt að væri bezta verkfæri,
sem í fiskhrygg hefdi komið. En þú
munt eiga annan hníf, ef ég þekki
þig rétt, bölvaður ei þó beinmark-
inn, og nú sækirdu hann og byrjar
svo strax að fletja, því annars læt ég,
hérna Litli maðurinn, fleygja fisk-
unum þínum fram fyrir spil, og þar
geta þeir svo úldnað i sólarhitanum í
dag.“
Fiski-Gvendur glápti á hann, setti
hönd fyrir eyra til að heyra sem bezt,
og talaði þó Mórauði kallinn hátt að
þessu sinni eins og refsandi yfir-
manni sæmdi. Og svo hristi þá
Gvendur höfuðið, svo að sjórinn
hrökk í dropum af andlitinu, og síð-
an sagði hann hraðmæltur:
„Þó það væri nú, að ég færi að
fletja, ég segi það bara, já. Fiskurinn,
— meira í sjónum af sama tæi,
hnífurinn, já, hann var frá Dús,
ekkert um það, verdur ekki við öllu
séð, Marki minn, bara reksturs-
kostnaður eins og hjá reiðiriinu,
seg-segi það ba-bara....“ Og hann
vatt sér við, snaraðist fram i lúkara,
sótti þangað splunkunýjan og gljá-
fagran flatningshníf, þó eggjaðan,
brá honum á loft, svo að sólin glitr-
aði á hann, og sagði eins hressilega
og hann hefði aldrei á sig lagt vökur:
„Iss, sko, ekki lakari þessi, lika frá
Dús, skilgetinn bróðir hins, segi það
bara, já.“
Og síðan fór hann að fletja, flatti
af sínu venjulega kappi og lagi, unz
allri flatningu var lokið. Þá var rétt
komið að vaktaskiptum, og svo var
þá Fiski-Gvendur ekki lengi að
vinda sér fram í lúkara. Standandi
hrifsaði hann í sig fiskstykki og stóra
kartöflu, hristi sig úr sti'gvélunum,
reif sig úr hverri spjör og stakk sér
inn í yfirkojuna, sem næst var ba-
býsunni.
„Nú held ég hún velgi þér, Gvensi
minn,“ sagði Baldvin kokkur. „Eg
ætla nú að fara að brenna kaffilúku
á eftir, — því hana vantar eitthvað
til að maula, þessa.“ Og hann greip í
sveifina á kaffikvörninni, sem hann
hafði sett á bekkinn framan við koj-
una sína.
Að Fiski-Gvendur svaraði? Óekkí,
hann var steinsofnaður.
....Nú var komið stillilogn, var
ekki til neins að vera að halda í
stýristaumana á Maríu þó að maður
gerði það. Annars hlaut nú rórtörnin
mín að fara að verða búin. Ég virti
fyrir mér Selneshlíðina. Hnú, við
vorum þá rétt á Höfðatrýninu.
Hérna hafði nú stundum þótt ger-
legt að fleygja út færi um þetta leyti
árs, var verulega upplyftandi að
draga hér göngufiskinn, hvítan, ný-
runninn sprotafisk, innan um veru-
lega vænir drættir — og hvort sem
fiskurinn var smár eða stór, lét hann
eins og spilvitlaus á önglinum, dýpið
heldur ekki yfir tuttugu faðma.
Hvað var nú sosum um að vera
hjá Mórauða kallinum? Hann
skældi sig ógurlega, ranghvolfdi
skyggnunum, skotraði þeim sitt á
hvað, klóraði sér í hárlubbanum og
ók sér öllum. Skrattalega hafði hon-
um líkað þetta forsjárleysi hjá hon-
um Fiski-Gvendi — til hvers sem
það kunni nú að eiga rætur sínar að
rekja. Skyldi gamli maðurinn vera
að ergja sig yfir því? Nú vék hann sér
með hægð að mér og greip stýris-
taumana, og svo murraði í honum:
„Fardu, Hvítur minn, fram í lúk-
aragatið og segdu pyltunum á vagt-
inni okkar að koma upp. Vertu ekk-
ert að gjalla það, geyið mitt, og
biddu þá að hafa hægt um sig. Ég
held það sé varla gustuk að vekja
þann gvendótta.“
Eg virti stýrimanninn fyrir mér.
Nei, ekki gat ég nú séð út úr honum
neina bölvun. En hann hlaut þó að
ætla að....
„Ætlarðu að láta hala niður?“
„Heyrdirðu ekki, hvað ég var að
kommandera?“ murraði hinn
kostulegi og til margs vísi yfirmaður.
Eg hentist fram eftir dekkinu og
stakk höfðinu niður um lúkaragatið:
„Stýrimaðurinn biður ykkur á
bakborðsvaktinni að koma upp.“ Ég
sagði þetta mun lægra en yfirleitt
var talað, þegar svona stóð á.
Bakbyrðingarnir þrír sátu og
sváfu fram á hendur sínar, en
þeir litu strax upp, Höski gamli og
Jón á Hrynjanda.
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 27