Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 37

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 37
„Ætlar hann...?“ hraut fram úr Höska. „Ég veit ekkert,“ greip ég fram í fyrir honum. „Hann er eins og und- inn upp í hrútshorn, sá mórauði.“ Og ég brá við og flýtti mér aftur eftir til stýrimannsins. Brátt komu þeir upp, Höskuldur og Jón, — en skyldu þeir nú ekki hafa ýtt við Sigga Jósúa? Jú, þarna skaut honum upp úr gatinu. .„Niður með forseglin,“ kallaði stýrimaðurinn. Svo leit hann á mig: „Far þú að stuðtalíunni, ég gef eftir á skautinu.“ Og eftir þrjár, fjórar mínútur var búið að koma öllu á Maríu í það lag, sem hæfði við fiskidrátt. Mórauði kallinn fór að sínu færi og ég að mínu, og hinir þrir gengu að sínum, án þess að þeim væri skipað fyrir verkum. Nú skyldi ekki nota síld, því að göngufiskurinn þarna á grynningunni dróst bezt á roðtætlu, ef ekki beran öngul. Tuttugu faðma dýpi eða varla það. Og ekki ætlaði sá sprettharði að láta á sér standa. Litli máðurinn var strax farinn að draga hann. Ég keipaði einu sinni, tvisvar, þrisvar, og svo var rykkt í færið. Ég dró eins hratt og ég lifandi gat. Oho, sólskin og hvítalogn — og spilfjör- ugur fiskur. Sko, ljómandi fallegur hvítur stútungur, iðandi, spriklandi, reglulegur fjörfiskur — og sýndist líka feitur. Út með lóð og öngul, — hnífurinn. Svo fallega rautt blóð, að mér fannst skrýtið, að það skyldi vera kalt, fiskinum snúið við: þrjú hröð hnífsbrðgð á sporðuggann. Búið. Nú var þessi fiskur merktur mér, hálft af og fjöður — og ég fleygði honum í fiskikassann, var sá fyrsti þangað eftir aðgerðina. Þar dró Höski gamli, þeir líka, sem stóðu framar. Höski kippti inn vænum drætti, gaut upp á mig augunum, tinaði hýrlegur og sagði: „Hann er fjörugur hérna — ha? Gott, ef Fiski-Gvendur gæti nú lúrt eitthvað, bannsettur ei þó gírug- heita háhyrningurinn!“ Þar kom kokkurinn í klefagatið og hallaði undir flatt: „Ég ætlaði nú ekki að trúa þeim skilningarvitum, sem guð hefur gef- ið mér, elskurnar mínar. Það er varla maður geti sinnt maddömunni fyrir vaðbeygjuhvin og sporðaskellum. Ég bara sleppti því að brenna kaffi- baun, sá ekki annað en kokksnefnan mætti fara að fleygja út sínum spotta.“ Stýrimaðurinn gaf honum merki, og Baldvin skálmaði aftur eftir dekkinu með sínum venjulega handaslætti. „Hér er jæ, stýrmann, eins og þeir dönsku sögðu, þegar ég var á Kalla.“ „Ég ætla að biðja þig, kokksi,“ murraði Litli maðurinn, „að ýta við þeim, stjórnbyrdingunum, nema honum Gvendi. Það er víst ekki meira en svo vert að porra hann út á frívakt núna.“ „Skal gert!“ „Nei, heyrdu,“ kurraði í Mórauða kallinum.“ Segdu þeim þarna frammi á bógnum og eins þeim, sem þú vekur, að það sé klár óþarfi að vera með skelli og smelli, þó að þeir verdi varir, ekki sosum neinir roga rolar a tarna.“ , Jamm, elskulegur.“ Og Baldvin stikaði af stað. í þessum svifum rak Bjarni litlan höfuðið upp um lúkaragatið, — ójá næmt móðureyrað þar, svaf lika ekki í verstu hitasvækjunni eins og Gvendur, hafði heldur ekki látið eins fjandalega í túrnum. Ekki var hann lengi að hverfa niður, námaðurinn, yrði fljótur að smeygja sér i stígvélin. Markús greip allt í einu haka og barði með honum í umgerðina á skjánum í káetukappanum. Eftir svo sem eina mínútu skaut upp höfði, öxlum og handleggjum Ara Dag- bjarts. Það glampaði á hvíta skegg- broddana og tunglið í hvirflinum, en sko, hvað sá gamli var eðlilega rjóður i kinnum, rétt ámóta og ein- hver ódyftuð blómarósin. Hann leit hýrbrosandi yfir skip sitt: „Hann ætlar ekki að gera það endasleppt við okkur núna,blessaður skaparinn. Þú ratar líka enn á Höfdatrýnið, Krúsi. Sei, sei, þetta er ljómandi fallegur fiskur, 16 til 18 tommur — sumir rígrosknir, ný- runnin sunnanganga, sýnist mér.“ „Ekki svo slakt,“ murraði Mó- rauði kallinn og slengdi inn málfiski. „Þetta líkar nú Krúsarmannin- um.“ Var ekki að efa, hvernig lá á Ara Dagbjarti, þegar hann notaði svona orð við sinn gamla stýrimann og félaga. „Nokkra drætti er nú guð búinn að gefa okkur, Krúsatetur, hérna á Trýninu.“ Hinn meinrangeygði Markús vék sér þannig til með fiskinn milli hnjánna, að hann gat skakkeygt skipstjórann: „A Trýninu, já, gat nú verið. Væri myndarlegur trollarafarmur það.“ „Það er ég viss um.... En skyldi ég nú ekki eiga að gera mér dagamun og luntast að færinu mínu? Varla ég kunni nú ordið að bera mia til við það.“ Eftir örskamma stund stóðum við svo ellefu við færi á bakborðshlið Maríu og drógum óðan fisk, sem sé öll áhöfnin nema hinn víðkunni vökuskarfur og námaður, Guð- mundur Þórðarson. Vissulega fóru þeir líka varlega með lóð og fisk, fé- lagar hans, sem stóðu framan við vantinn. Það var engu líkara en lóð- in væru úr gleri, en ekki blýi — og fiskurinn úr postulíni. Bjarni litlan gaf sér og tóm til að bregða hendi á loft, setja stút á munninn og sussa, ef einhver ætlaði að gleyma sér. En svo dró hann lika svo hratt þess á milli, að varla mátti eygja á honum handaskörnin, var sosum ekki um- hyggja fyrir heilsu Guðmundar Þórðarsonar, sem olli því, hve annt honum var um, að sá maður væri ekki vakinn. Eftir stutta stund tók ég eitthvað að linast við dráttinn. Og það var hvorki syfja né lúi, sem háði. mér. Mér fannst þetta háttalag helvítis ranglæti gagnvart honum Fiski-Gvendi, manni, sem engum gerði minnsta mein og var, þrátt fyrir allt kappið, alls ekki einn af þeim námönnum, sem reyndu að SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.