Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Side 38
koma sem mestu af annarri vinnu en
fiskidrætti yfir á félaga sína. Marg-
oft hafði hann Bjarni litlan skotið
sér undan að sinna seglum og taka
sína rórtörn, en hann Guðmundur
Þórðarson, Ónei. Ég var eiginlega
steinhissa á honum Ara Dagbjarti
að líða þetta samsæri, en honum
hafði víst heldur betur ofboðið ofur-
kappið i Fiski-Gvendi, vildi síður en
svo, að það ætti fyrir sér að liggja að
sigla i höfn með menn, sem hefðu
gert sig að aumingjum á vökum.
Látum nú vera, að Fiski-Gvendur
hefði ekki verið vakinn strax, en
þetta, hver maður búinn að draga
tugi fiska, sjálfsagt komin ein þrjú,
fjögur hundruð á dekk. Nú, varla
fórst mér að lá Gvendi, mátti muna
eftir því, sem kom fyrir mig í fyrra í
Straumavíkurforunum. Hafði ég
ekki verið farinn að sjá ofsjónir,
benti út á sjóinn og sagði, að þarna
væri nú bara komið eitt skip af sömu
tegund og hann hefði verið á hann
Kólumbus, þegar hann fann Ame-
riku? Og hafði ég ekki verið setztur á
dekkið með fisk á milli fótanna og
tekinn að tala við hann, vorkenna
honum þessa meðferð, blessaðri al-
saklausri skepnunni — félagar mínir
orðið að taka mig og fara með mig í
koju? Og þetta af því, að ég hafði
fengið þá firru í höfuðið, sextán ára
gamall, að keppa við afbrigða
dráttarmann og mesta þrek-
skrokk..
Ég leit til Markúsar. Hann var að
hálsskera fisk og tók ekki eftir þvi, að
ég var að horfa á hann. Og allt í einu
brá ég lykkju af færinu um vað-
beygjuna og gekk aftur eftir til Mó-
rauða kallsins, sem ranghvolfdi þá
upp á mig skyggnunum.
„Nú fer ég og vek Gvend, hvað
sem hver segir,“ sagði ég fastmæltur
og hvessti augun á vin minn.
Sá mórauði leit á mig ekki sérlega
hýru auga.
,,Og hvers vegna — má ég
spyrja?“ sagði hann.
„Vegna þess, að þetta, sem þú
hefur staðið fyrir, er orðið helvítis
ranglæti. Hefði verið næg ráðning,
30 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
að Gvendur hefði verið vakinn, þeg-
ar Litlan var búinn að draga tvo,
þrjá fiska. Hann hefur engin störf
vanrækt, þó að hann hafi verið iðinn
við kolann, og ég skil varla í, að þú
þiggir ekki premíuna af þeim drátt-
um, sem hann dregur.“
Litli maðurinn dró annað augað í
pung og pírði hinu á mig:
, Jæja, sjáum til, Hvítur minn, þú
ert bara ordinn grenjandi vondur af
hreinni og skærri réttlætistilfinn-
ingu. Verra gat það verið.“
Ari Dagbjartur hætti að skaka og
rak upp á okkur stór augu, gátu
orðið sérkennilega stór í honum
augun:
„A-æ,“ sagði hann. „Hann Guð-
mundur okkar Þórdarson, þakka þér
fyrir, Oddur minn. Ég vildi gjarnan,
að honum brygdi ónotalega, en
þetta er of langt gengið, — ég var
alveg búinn að gleyma honum.
Ég rauk af stað, hljóp eins og á
víðum velli.
„Hvern djöfulinn ertu að fara?“
gall í Litlunni.
„Haltu þinum skítuga, skepnan
þín!“ kallaði ég, brá báðum lófum á
lúkarahlerann og sveiflaði mér ofan
i stigann.
Sko, þarna lá garpurinn, skrokk-
urinn niður að mitti upp undan
margþvældri og gauðskitinni sæng-
inni, — lá upp í loft, gapti og hraut
ógurlega, ekki sosum von hann
heyrði til þeirra á bógnum. Og ég
rauk ekki til og vakti kappann um-
svifalaust. Ég gat sem sé ekki stillt
mig um að virða hann fyrir mér:
Nefið, þunnt og hátt, stóð út úr
andlitinu eins og trjóna, dökkur
gráýrður skegghýjungur á höku og
vöngum, jarpt skegg á efri vör,
með gráum ýrum, hálsinn mjór og
sinaber, bolurinn rýr og svo holdlit-
ill, að telja mátti ekki aðeins rifin,
heldur líka nokkuð af æðum og sin-
um, og þessir handleggir, sem dregið
höfðu áreiðanlega mikið á annað
hundrað þúsundir stærri og smærri
fiska á veiðislóðunum við strendur
landsins, allt sunnan úr Eyrar-
bakkabuggt og norður á Skaga-
grunn, og reynzt við hvers konar
störf á sjó og landi ótrúlega traustir
og seigir, — þeir voru líkastir reka-
viðarrenglum, barkflettum og
stórkvistóttum.. En ekki hafði ég
nú rokið frá færinu til að skoða
þennan furðulega líkama, hertan og
þrautþjálfaðan i íþróttum harðrar
lífsbaráttu, þó að vissulega væri
hann sjónarverður. Og svo upphóf
ég þá mína raust, tónaði með rödd
heiðursklerksins á Fagureyri:
„Gve-e-end-ur! Þú, sem sefur
svefni hins frægasta fiskadreps í
tveimur landsfjórðungum, gæt nú
þess, að þú sofir ekki lengur þínum
illviljuðum keppinaut til óforþéntr-
ar gleði! Gve-end-ur, vakna þú, því
að fiskar hafsins blaka nú uggum og
spretta sporði af ánægju yfir, að
þinn háskalegi og heillandi öngull
skuli ekki glitra í sólblikuðum sævi!“
Svo rak þá Fiski-Gvendur upp á
mig augun, og það var sem sæi inn
stirðnaðar sjónir. En allt í einu brá
þar fyrir glampa.
„Segi, segi það bara já!“ hvísluðu
þunnar og svo sem skrælnaðar varir.
Og síðan var endurtekið háum og
hásum rómi: „Ha, hva, ha, hva? Ég,
ég segi það bara hreint ekki, að.“
Augun hvörfluðu sitt á hvað.
Ofan af þilfarinu bárust hvinir í
vaðbeygjum og einnig skellir, sem
vitnuðu um það, að nú var ekki
lengur nein launung á því, sem fram
fór. Það kom hræðslusvipur á teygða
ásjónu hins mikla fiskabana — og
þann hvíslaði slitrótt:
„Ert þetta...þetta þú, Ossi minn
— eða er þetta.... þetta ekkert,
seg-segi það bara, já!“
,Já, sérðu mig ekki, maður! Hef-
urðu ekki heyrt til mín? Eg fór frá
færinu til að vekja þig, allir í
band-sjóðandi vitlausum göngufiski
hérna vestan við Selnesið, komin
þrjú, fjögur hundruð á dekk — og
Litlan bandóð yfir því, að ég.“
Eg komst ekki lengra.
Fiski-Gvendur lagði aftur augun og
rak upp sársaukaþrungið hljóð, tók
síðan viðbragð og hentist fram úr
kojunni.... Ög nú snarsneri ég mér