Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Page 45

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Page 45
Brynjólfur Halldórsson, skipstjóri á b/v ögra, fulltrúi sjómanna. Brynjólfur er formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Ægis. Sjómannadagur- ínn í Reykjavík 38. sjómannadagurinn var hátíð- legur haldinn sunnudaginn 1. júní 1975. í Reykjavík hófust hátíðahöldin kl. 08.00 með því að fánar voru dregnir að húni á skipum í höfninni, norðan andvari var, bjart og fagurt veður. Kl. 10.00 lék lúðrasveit Reykja- víkur létt lög við Hrafnistu, en rétt fyrir kl. 11.00 var vistfólki af Hrafn- istu ekið til Sjómannamessu í Dóm- kirkjunni. Kl. 11.00 hófst sjómannamessa í Dómkirkjunni. Biskupinn yfir Is- landi, herra Sigurbjörn Einarsson minntist þeirra sem drukknað hðfðu frá síðasta sjómannadegi. Fjölmenni var í kirkjunni, og var athöfninni útvarpað, einsöngvari var Hreinn Líndal og orgelleikari Ragnar Björnsson. Á meðan at- höfnin í kirkjunni fór fram, var lagður blómsveigur á leiði óþekkta sjómannsins í Fossvogskirkjugarði. Kl. 13.00 hófust hátíðahöldin í Nauthólsvík með því að lúðrasveit Reykjavíkur lék létt lög og mynduð var fánaborg með fánum stéttarfé- laga sjómanna og islenska fánanum. Strætisvagnar hófu þangað ferðir úr Lækjargötu og frá Hlemmi. Kl. 14.00 var hátíðin sett af Antoni Nikulássyni sem einnig var þulur dagsins síðar. Ávörp fluttu, Gunnar Thoroddsen félagsmálaráð- herra, í fjarveru sjávarútvegsráð- herra f.h. ríkisstjórnarinnar, Ingólf- ur Arnarson f.h. útgerðarmanna og Brynjólfur Halldórsson, form. skip- stjóra- og stýrimannafélagsins Ægis f.h. sjómanna. Þá afhenti Pétur Sigurðsson form. sjómannadagsráðs eftirtöldum sjó- mönnum heiðursmerki Sjómanna- dagsins Janusi Halldórssyni fram- reiðslumanni, sem er einn af þremur eftirlifandi stofnendum samtaka SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 37

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.