Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Qupperneq 54

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Qupperneq 54
og þar með einnig til samvizku samfélagsins. Og ég veit, að þú tekur undir það með mér, að væri sú skír- skotun virk, ef menn kæmu til hans í einlægni og segðu í auðsveipni við hans vilja og anda: Segðu okkur bræðrunum báðum, öllum, mér og hinum, hvað er rétt, hvernig við eigum að skipta með okkur, þá yrðu hnútarnir leystir, flækjurnar greiddar. II. I guðspjallinu talar Jesús um efnahagsmál á sinn sérstæða hátt. Hann staðhæfir eitt, sem varla verður véfengt: Þótt einhver hafi allsnægtir, þá er líf hans ekki tryggt með því. Og til áréttingar segir hann dæmisögu um ríkan mann. Hvað er að vera ríkur? Svarið er ekki svo einsætt sem ætla mætti. Ríki- dæmi er teygjanlegt hugtak og breytilegt. Þegar ég var barn í sveitinni minni eystra í grennd við sjó, þótt þar væri nær aldrei farið á sjó, til þess var brimströndin of óvarin og háskaleg, þá mátti sjá troll- arana, eins og þessi skip voru almennt kölluð þá, ösla úti fyrir, rétt að segja við fjöruborðið, og ausa upp afla. Og þá var það almenn skoðun þar í sveit, að sá, sem væri svo heppinn að komast á trollara, yrði ríkur maður. Það var talið geysilegt keppikefli ungum mönnum. Og það komst enginn nema hann hefði sambönd. Menn komust ekki í hásetarúm á togara nema „gegnum klíku“, svo notað sé hversdagslegt nú- tímamál. Og þetta var áður en vökulög voru sett, áður en löggjafinn fór að sporna við takmarkalítilli vinnu- þrælkun á þeim sjómönnum, sem með höndum sínum sneru gróttakvörnum gullsins. Menn voru sem sé al- mennt svo fátækir á íslandi í þá daga, að krónurnar, sem menn gátu unnið sér inn og átt fríar eftir vertíð á togara, voru í augum manna of fjár. Það þótti mikið happ fyrir sveitapilt, sem hugði á búskap, að komast í þessa feitu atvinnu. Sá mundi á skömmum tíma eign- ast fúlgu til þess að koma sér upp bústofni, hann mundi koma undir sig fótum og búa að því til margra ára. Þannig var þá. Það breytist margt frá einum tíma til annars. En sumt breytist ekki. Það er t.d. alveg óbreytt staðreynd þetta: Þótt einhver hafi allsnægtir, þá er líf hans ekki tryggt með eigum hans. Með þessu er Jesús ekki að segja, að allsnægtir séu neinn hégómi, því síður slæmur hlutur í sjálfu sér. Því fer fjarri. Það er enginn hégómi, að sulturinn, sem var alltaf á næstu grösum á íslandi áður fyrri og árvíst fyrirbæri víða í byggðum, jafnvel þótt sæmilega áraði, er úr sögunni. Það er ekki lítilvægt, að sú tíð er horfin, þegar menn kepptu um hvert handarvik og voru öfundaðir af því að komast í þann þrældóm, sem var hverjum meðalmanni ofraun til langframa. Það er enginn hégómi, að maður skuli ekki þurfa að horfa upp á horuð börn, sín eigin eða annarra. En það eru til lönd og þau hvorki fá né smá, þar sem hungrið er landlægt og hörmungar skortsins blasa við hvar sem farið er. Slík lönd eru ekki fjær en sem nemur skemmtiflugi til mjög sóttra sólarstranda. Hvernig þessi gífurlegi munur á kjörum á þessum litla hnetti er til kominn og hvort hann sé eðlilegur, það er spurning, sem vert væri að hugsa út í. Eg er hættur að skilja hvernig það má vera, að þetta skuli ekki óróa samvizku heimsins framar en orðið er. Og það væri líka vert að hugleiða, hvernig ísland hefur á skömmum tíma komizt úr örbirgð í allsnægtir. Er það sjálfsagður hlutur? Og hlýtur þetta svo að verða um alla framtíð, hvernig sem öllu vindu fram og hvernig sem menn haga sér, sóa, heimta og svindla? III. Hvað sem þessu líður, þá er eitt óhaggáð: Lífið er ekki tryggt með allsnægtum. Það sýnir dæmi ríka bóndans og óteljandi önnur. Það skiptir að sjálfsögðu engu, að það er bóndi, sem tekinn er til dæmis. Hann hefði eins getað verið útgerðarmaður, óbreyttur sjó- maður eða enn annað. Og þegar litið er á hið jákvæða í þessari sögu, þá er um mann að ræða, sem gengur vel, atvinna hans gefur góðan arð, hann hefur mikið upp úr sér, hagur hans stendur með blóma. Jákvætt allt vissulega. Ekki er Jesús neitt óhýr yfir slíku. Hann varar aldrei við í nöldurón. Hann er ekki sjúklega tortrygginn á lífið og gjafir þess, hann getur vel séð geisla án þess að minna á einhvern skugga um leið. Honum er gjarnara að muna og þakka það, að þyrn- arnir eru með rósum en að rósir bera þyrna. En Jesús gleymir aldrei stóru spurningunni: Hvert stefnir þú? Hver ertu innst? Hvernig skiptirðu við sjálfan þig? Hvað ertu öðrum mönnum? Jesús varar við af því hann veit hvers virði lífið er. Hann kom hingað í þetta útver, sem heitir jörð, kom hingað til þess að ganga um borð á því skipi, sem vér erum munstraðir á allir saman og vér vissum ekki, hvaðan það lagði út og ekki heldur hvert það er að fara, vitum ekki, hvað er fyrir stafni — brot og brim- strönd eða höfn. Og vér þekkjum næsta lítið inn á sjókortið og erum ekki rétt vel læsir á kompásinn og kunnara en frá þurfi að segja, að það er auðgert að hrasa á dekkinu. Jesús kom til þess að vera með inn- anborðs og standa þar við hliðina á hverjum einum. Hann veit hver þessi undarlega sigling er, ferðin um lífsins haf, veit hvernig á henni stendur og hvert halda skal, hann kann á kortið og áttavitann. Nú segir hann hér sögu af manni, sem var framsýnn og forsjáll og duglegur og hafði uppi miklar áætlanir. Allt jákvætt út af fyrir sig. En hann gleymdi einu. Hverju? Ég þarf ekki að svara því. Þú ert búinn að 46 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.