Sjómannadagsblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Qupperneq 63

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Qupperneq 63
Varðskipið Ægir var á sínum tíma fullkomnasta skip íslands. Það var Jónas frá Hriflu sem einkum beitti sér fyrir smíði þess og það bar af öðrum skipum. Skipið var knúið diesilvél, sem þá var nýmæli í svo stóru skipi og svo góð var vélin BW að hún gekk varahlutalaus öll stríðsárin og varð ekki af meint. Heimsókn á Öldugötu 30 Júlíus var harður í horn að taka sem eftirlitsmaður og sparsamur var hann með afbrigðum fyrir hönd út- gerðarinnar og ríkissjóðs. Hann kunni að gera út skip. Ekki einhverja rottukláfa eða líkkistur, hann gerði út varðskip af myndarskap, en án allrar óþarfa eyðslu. Öryggismál voru númer eitt hjá honum, og ef varðskip bilaði alvarlega, sem sjald- an eða aldrei kom fyrir, þá tók hann það sem sérstaka refsingu frá al- mættinu og þá var nú heldur betur gengið frá hlutunum. Ég held að ég hafi aldrei hitt eða starfað með hreinskiptari manni. Eitt síðasta verk hans i landhelgisgæslunni var að fylgjast með smiði Óðins, sem reynst hefur afburðaskip. Síðan tóku aðrir við. Júlíus hætti til sjós 1956. Tók hann þá við yfireftirlitsmannsstarfi hjá varðskipunum. Þvi starfi gegndi hann til ársins 1962 en hefur siðan starfað hjá Hafskipum hf og starfar þar enn. Júlíus Kr. Ólafsson hefur starfað mikið i samtökum yfirmanna á kaupskipaflotanum og hann er heiðursfélagi stéttarfélags sins Vél- stjórafélags íslands. Auk þess hefur hann starfað um áratuga skeið að Sjómannadeginum, Hrafnistu og öllu því og enn er hann starfandi og nú í ritnefnd Sjómannadagsblaðs- ins. Hann hefur hlotið heiðursmerki sjómannadagsins fyrir ágæt störf. Þessi störf sín hefur Július unnið af alúð á kyrrlátan hátt. Fannst okkur Jdví rétt að eiga við hann við- tal í blaðinu að þessu sinni, og auð- vitað var mér falið að skrifa viðtalið, eina manninum sem var það full- komlega ljóst að Júlíus myndi ekkert segja, a.m.k. sem allra minnst og þegar ég eitt fagurt vetrarkvöld kom heim til hans á Öldugötu 30 var þar allt óbreytt. Það hlutu að vera liðin 15 ár a.m.k. siðan ég sat þar seinast i stofu hjá Júlíusi og konu hans Elín- borgu Kristjánsdóttur, en hún er látin fyrir tíu og hálfu ári, 1887-1965). Hann tók mér með virktum og einhvernveginn minnti þessi heim- sókn mig á liðna daga, þegar maður gekk á fund yfirvélstjórans á Ægi, þó ekki væri nema til þess að sníkja vindil og heyra ögn um skaðsemi tóbaks í leiðinni. Július sagði frá uppruna sínum og ætt á þessa leið, svo og sinni fyrstu sjómannsreynslu: Skilamaður úr Skilmannahreppi — Ég er fæddur 4. júlí 1891 að Stóru-Fellsöxl i Skilmannahreppi í Borgarfjarðarsýslu. Faðir: Ólafur Jónsson f. 29. júní 1849, d. 18. febrúar 1936. Hann var bóndi til aldamótanna, en fluttist þá til Reykjavíkur, stundaði sjó og smiðar. Jón faðir Ólafs var Halldórsson, f. 1802 og bjó að Vestri-Feirárgörðum í Feirársókn. Móðir Ólafs, var Sig- rún Ólafsdóttir f. 1816, Þorsteins- sonar bónda og hreppstjóra að Þyrli á Hvalfjarðarströnd f. 1756 og þriðju konu hans Margrétar Tóm- asdóttur. Móðir min var Ásgerður Sigurð- ardóttir f. 1. nóv. 1853, d. 30. nóv. 1936. Sigurður faðir Ásgerðar f. 13. júlí 1804, Asgrímssonar bónda að Stóru-Fellsöxl, Illugasonar f. 1764 að Englandi í Fundarreykjadal. Móðir Ásgerðar: Þórdis Oddsdóttir, Jónssonar frá Reykjum í Fundar- reykjadal, Isleifssonar frá Stóra-Botni í Botnsdal við Hvalfjörð og þriðju konu hans Guðrúnar Sig- urðardóttur frá Ásgarði i Grimsnesi. Afasystir Jóns forseta Sigurðssonar. Ég kvæntist 26. mai 1916, og var konan mín Elínborg Kristjánsdóttir frá Sólmundarhöfða, Innri-Akra- neshreppi. Hún lést árið 1965. Eignuðumst við tvo syni, Kristján og Foft, sem báðir eru látnir, dóu i fyrra, en eina dóttur eigum við á lífi Sigrúnu, sem var yngst. Til sjós með Golden hope. — Hvenær fórstu fyrst til sjós? — Það mun hafa verið á skútu, sem hét Golden hope. Sigurður Þórðarson var þar skipstjóri. Ég var þá aðeins á þrettánda árinu. Það var um sumar. Ég kunni vel við mig á skútunum. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.