Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Side 65
Óskar Jónasson, kafari og Júlíus Kr. Ólafsson á sjómannadaginn fyrir nokkrum
árum. Óskar var í fjölda ára ríkiskafari á varðskipinu Ægi og þar sigldu þeir
saman. Óskar sem nú er látinn var tengdafaðir Kristjáns heitins Júlíussonar,
yfirloftskeytamanns, m.ö.o. börn þeirra vinanna Óskars og Júlíusar giftust.
En það varð ekkert af þessu. Ég
ilentist í vélinni.
Eiginlega veit ég ekkert hvernig
þetta gerðist. Ég þekkti Hjalta
Jónsson ekkert þá, en Hjalti gerði
stundum ýmsa hluti sem aðrir menn
gerðu ekki, og hversvegna hann tók
mig um borð veit ég ekki. Eg var á
hinn bóginn viss um að þarna lægi
mín leið. Við þessir ungu menn
þóttumst skynja nýja tíma í þessum
skipum, togurunum og vildum bók-
staflega gera allt til þess að komast
um borð í togara.
Ég komst auðvitað fljótt að raun
um það að það vantaði nú fleira en
skipstjórana á þessi nýju skip. Það
varð að hafa gott lið í vélarrúminu
líka. Það var þarna danskur meist-
ari, Petersen að nafni. Mesti ljúfl-
ingur og af honum lærði ég mikið og
aldrei fór ég á dekkið. Ég fór í land
og hóf Járnsmíðanám hjá Guðjóni
Jónssyni í Reykjavík var hjá honum
rúm tvö ár. 1911 kom M.R. Jessen
til landsins, sem vélskólakennari.
Hin nýstofnaða véldeild við Stýri-
mannaskólann starfaði ekki það ár,
en Jessen hafði kvöldnámskeið í
skólanum. Komu þrír á það, var ég
einn af þeim. Haustið 1912 tók Vél-
deildin til starfa, og var ég einn af
þeim sex nemendum sem innrituð-
ust. Ég lauk prófi í apríllokin 1913.
Annað nám hef ég ekki stundað.
Þó vil ég geta þess að Jessen var
frábær kennari, og við höfðum nær
ofurmannlegan áhuga á náminu. Ég
tel því að við höfum í rauninni lært
meira en menn almennt telja. Með
þessu móti er ég ekki að reyna að
ofmeta hlutina. Nú á dögum læra
menn auðvitað miklu meira, en
þetta sem þá var kennt, var vel
kennt og kom að fullu gagni.
Eignaðist
part í togara
Nú 4. maí árið 1913, fór ég svo á
togarann Snorra goða, eigandi
Kveldúlfur h.f. Var á honum um
tveggja ára skeið. 1915 varð ég 1.
vélstj. á togaranum Jarlinum frá
f safirði, eða um eitt ár. 1916 var ég 1.
vélstj. á Apríl og fleiri togurum, þar
til þeir voru seldir úr landi 1917.
1918 fór ég 3. vélstj. á Sterling, var á
honum framundir áramót. Var ráð-
inn 1. vélstj. á togarann Vínland,
sem keyptur var til landsins og kom í
janúar 1919. Haustið 1920 fór ég af
Vínlandinu, var þá ráðinn á togar-
ann Baldur, sem átti að koma til
landsins, en kom ekki fyrr en ári
síðar. Meðan ég beið eftir Baldri, var
ég tíma og tíma á ýmsum togurum.
— En þú áttir í Baldri var það
ekki?
— Jú ég lagði 11.000 krónur í
skipið þegar það var keypt. Mig
minnir að það kostaði 300.000
krónur fullbúið á veiðar. Þetta var
nú meira gert til þess að tryggja sér
atvinnu, en það að maður ætti von á
skjótfengnum gróða. Menn gerðu
þetta í þá daga. Létu sparifé sitt
gjarnan til þess að tryggja sér vinnu
með því móti.
— Fékkstu aurana aftur?
— Mörgum árum síðar var toar-
inn seldur fyrir þrefalt verð. Það var
Gísli heitinn Jónsson, vélstjóri og
alþingismaður sem keypti. Hann
var þá með drift á Bíldudal. Við
fengum því þrefalda upphæðina, en
það var ekkert. Þetta fé var vaxta-
laust allan tímann. Maður fékk að
mig minnir eitt tonn af kolum um
áramótin, venjulega, annað ekki.
Það var árið 1943 sem við seldum.
— Þú hefur ekki haft hug á frek-
ari útgerð?
— Mér stóð það til boða, en við
vorum sammála um það hjónin að
taka ekki neina áhættu, heldur
reyna að lifa af því sem ég aflaði með
vinnu minni og tel ég það hafa verið
farsæla stefnu.
Árásin
á Súðina
— Hvað tekur síðan við?
A Baldri var ég til ársins 1926, að
ég réðist á kolakranann (Hegrann),
var ég við þann starfa í þrjú og hálft
ár, eða til ársins 1930 í apríl að ég
réðist 2. vélstj. á Súðina eign ríkis-
sjóðs. í nóvember sama ár varð ég 1.
vélstj. þar til síðla árs 1945, að ég fór
2. vélstj. m.a. Esju. Var ég þar um
sex mánaða skeið. Fór aftur á Súð-
ina, var þar til janúarloka 1947, er
ég fór 1. vélstj. á varðskipið Ægi.
Þar var ég svo þar til að ég bar
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 57