Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Page 72
ingum og oft farin. Fundur Græn-
lands frá Islandi seint á tíundu öld
og síðar fundur Norður-Ameríku
árið 1000, marka djúp spor í sigl-
ingasögu forfeðra okkar. A sama
tíma sögunnar sóttu líka menn héð-
an frá íslandi í „austurveg“. Þeir
sigldu inn í Eystrasalt, og þaðan
eftir stórám Rússlands niður til
Svartahafs, en þaðan út á Miðjarð-
arhaf. Halldórs þáttur Snorrasonar
greinir frá slíkum siglingum. Eftir að
íslendingar ganga Noregskonungi á
hönd, um 1264, og gera við hann
Gamla Sáttmála, þá fer smám sam-
an að draga úr siglingum íslendinga
sjálfra, þar sem konungur skuldbatt
sig til að sjá um siglingu nokkurra
skipa til landsins árlega með vörur.
Biskupsstólarnir svo og nokkrir ver-
aldlegir höfðingjar, áttu þó haffær
skip í nokkrar aldir eftir þetta.
En svo fór að lokum að engin
haffær skip voru lengur til í eigu ís-
lenskra manna. Niðurfelling íslend-
inga sjálfra á siglingum í eigin þágu
með vörur til landsins, leiddi ekki
aðeins af sér vöruskort í landinu, svo
að hungur svarf að á stundum,
heldur hafði þetta líka í för með sér
andlega hrörnun þjóðarinnar og
vantrú á eigin getu.
Sú þjóð sem heldur að hægt sé að
láta aðra þjóð annast fyrir sig þýð-
ingarmestu störfin, hver svo sem þau
eru, hún er á villigötum, og er dæmd
til að missa sjálfstæði sitt, fyrr eða
síðar ef hún sér ekki að sér í tíma.
Um þetta vitnar okkar saga. Barátta
íslensku brautryðjendanna fyrir
endurheimt íslensks sjálfstæðis, sem
háð var af Fjölnismönnum, Jóni
Sigurðssyni og fleiri mætum mönn-
um á nítjándu öldinni, hún beindist
að uppbyggingu íslenskra atvinnu-
vega. Hinn rökfasti foringi okkar
Jón Sigurðsson, hann taldi eitt
brýnasta verkefnið í sjálfstæðisbar-
áttunni, að losa verslunina og sigl-
ingarnar til landsins af erlendum
klafa. Það er líka athyglisvert í þessu
sambandi, að einn sá fyrsti sem
endurvekur íslenskar siglingar að og
frá landinu með vörur, er fjárhags-
64 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
legur stuðningsmaður forsetans í
sjálfstæðisbaráttunni, Ásgeir Ás-
geirsson á Isafirði. Án siglinga ís-
lendinga sjálfra á haffærum skipum,
frá og til landsins með vörur, gat
sjálfstæði okkar þjóðar aldrei orðið
nema nafnið tómt. Ef ekki hefði
verið búið að stofna Eimskipafélag
Islands fyrir fyrri heimsstyrjöldina
árið 1914, þá hefðum við orðið
harðara úti með vöruflutninga til
landsins, heldur en við urðum. Is-
lenskir farmenn og innlendur vöru-
skipafloti eru þær sterku stoðir, sem
órjúfanlega eru tengdar baráttu
okkar fyrir stjórnmálalegu og efna-
hagslegu sjálfstæði í þessu landi. Að
svo er, hafa tvær heimsstyrjaldir
sannað áþreifanlega. Islensk far-
mannastétt hefur borið hróður
landsins vítt um höf síðan íslenskar
siglingar hófust að nýju. Hún hefur
lika bjargað þjóðinni frá vöruskorti í
tveimur heimsstyrjöldum. Þetta er
vel mennt siglingastétt sem á að vera
okkar þjóðarstolt.
Sjómannsstarfið
í þágu fiskveiða
Norðmenn sem fluttu hingað til
Islands í upphafi norræns land-
náms, voru að stærsta hluta frá
Vestur- og Suðvestur Noregi. Þessir
menn voru því flestir vanir sjómenn,
sem fluttu með sér út hingað þekk-
ingu á fiskveiðum eins og þær voru
stundaðar við ströndina og í fjörð-
um Noregs. Mest mun fiskveiði á
þeim tíma hafa verið stunduð með
handfærum. Þó má nokkuð öruggt
telja, að norðmenn hafi strax á
landnámsöld verið farnir að veiða
síld í lagnet, sem þá að líkindum
hafa verið riðin úr togbandi eða
máske líka hrosshári. I upphafi að
Egilssögu Skallagrímssonar, á
blaðsíðu 2, í útgáfu Guðna Jóns-
sonar, segir þar sem rætt er um störf
Skallagríms: „Hann fór ok oft um
vetrum í síldfiski með lagnarskútu
ok með honum húskarlar margir.“
Það ætti að liggja ljóst fyrir, að
strax í upphafi landnáms, þurftu
menn hér á íslandi að afla sjávar-
fangs að mjög stórum hluta til að
fullnægja fæðuþörfinni. Þekkingu á
verkun harðfisks eða skreiðar, fluttu
landnámsmennirnir með sér að
heiman, harðfiskur var sú vara sem
geyma mátti frá ári til árs. Frásagnir
í islendingasögum geta líka um
skreiðarflutninga og skreiðarhlaða. I
Eyrbyggju er sagt frá skreiðar-
geymslu innanhúss á stórbýlinu
Fróðá. Þá er þess getið að Þóroddur
bóndi drukknaði við flutning á
skreið, utan af Nesi og inn til Fróðár.
Þannig var það skreiðin, eða
harðfiskurinn sem hjálpaði til að
halda lífi í landsmönnum á mestu
harðinda- og hallæristímum þjóðar-
innar. Og þeir sem öfluðu þessara
lífsnauðsynja svo þjóðinni tókst að
þrauka af gegnum harðindin, en dó
ekki út, voru íslensku sjómennirnir.
Þeir sóttu sjó frá fjölda verstöðva,
vetur, sumar, vor og haust, hringinn
í kringum landið. Þeir sóttu sjó á
áttæringum á vetrarvertíð, hér frá
suður og vesturlandinu, en oft á
minni bátum á öðrum árstímum, í
öllum landshlutum. Skinnklæddir
ýttu þeir fram úr brima vör út á opið
vetrarhafið til að sækja fólkinu
björg. Tóku svo stundum langan
brimróður þegar aftur var komið að
landi. Margir féllu í baráttunni við
Ægi konung hafsins, en áfram var
haldið og aldrei gefist upp. Þess-
vegna lifa ennþá afkomendur fornu
landnemanna í þessu landi. Þannig
gekk það til gegnum aldirnar. Þegar
aðrar þjóðir fóru að stunda fisk-
veiðar á haffærum þilfarsskipum og
sóttu hingað norður á okkar mið, þá
héldu okkar sjómenn áfram að róa
til fiskjar á áraskipum, vegna þess að
þjóðin var svo fátæk, þó hún byggi
við heimsins gjöfulustu fiskimið. Og
orsökin til fátæktarinnar var sú, að
landsfeðurnir höfðu afsalað sér rétt-
inum til forsjár þjóðarinnar á síðari
hluta þrettándu aldar. Sú þjóð sem
verður að heyja baráttu við hafið til
að lifa, hún verður að treysta á sjálfa
sig og sjálfa sig eina. Hún má aldrei
fela forsjá mála í hendur erlendum
mönnum, eins og forfeður okkar