Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Page 75

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Page 75
hefur hlutur sjómannastéttarinnar í aflanum verið minnkaður stórlega á undanförnum árum. Loksins á sl. hausti, þegar þolinmæði sjómanna þraut, og þeir sigldu flotanum til hafnar, þá var lofað endurskoðun og lagfæringu á sjóðakerfi sjávarút- vegsins. Með afnámi olíusjóðsins og minnkuðu framlagi af óskiptum afla til greiðslu á vátryggingargjöldum skipanna, var aflétt að nokkru þeirri miklu skattalagningu sem hvílt hef- ur á sjómannastéttinni einni á undanförnum árum. En betur má ef duga skal, segir íslenskt máltæki. Þörf er á nýrri endurskoðun á sjóða- kerfi sjávarútvegs, svo sjómenn megi fyllilega við una. Ennþá eru sjó- menn skattlagðir til stofnfjársjóðs fiskiskipa. Það mun vera einsdæmi, þegar íslensk sjómannastétt er látin standa undir greiðslum á afborgun- um af fiskiskipaflota, sem hún telst ekki eigandi að. Að þessu verði breytt í samræmi við réttarvenjur í landinu, hlýtur að verða ekki aðeins hagsmunamál sjómanna á næstu tímum heldur jafnframt metnaðar- mál stéttarinnar. Efling sjómannastéttarinnar verður að vera hennar eigið verk Ég hef hér að framan leitt rök að því, sem ekki verða hrakin, að sjó- mannastéttin er undirstöðustétt í ís- lensku þjóðfélagi, og án hennar verður nútíma þjóðarbúskap ekki haldið uppi í landinu. Áhrif stéttar- innar og vald innan þjóðfélagsins, er hinsvegar ekki í samræmi við gildi sjómannsstarfsins fyrir þjóðina, eins og ég hef bent á hér að framan. Það þarf mikið átak á mörgum sviðum svo úr þessu verði bætt, þannig að viðunandi sé. Eins og er, þá er hlutur sjómanna úr þjóðartekjunum of lít- ill, og haldist það hlutfall áfram óbreytt þá vinnur það gegn eflingu sjómannastéttarinnar. Það er því nauðsyn á því að stækka þennan hlut að mun á næstu tímum. Hér er ekki um hagsmunamál sjómanna einna að ræða, heldur þjóðarinnar allrar eins og ég mun reyna að sýna fram á hér á eftir. Sjósókn hér á Is- landsmiðum, sérstaklega vetrarsjó- sóknin, er mjög hörð. Þetta leiðir af legu landsins á hnettinum og verður ekki breytt. Vegna þessarar stað- reyndar, þá krefst okkar sjósókn, ekki bara traustra og góðra skipa, heldur líka úrvalsmanna í hvert skiprúm. íslensk sjómannastétt þarf því að endurnýjast með slíkum mönnum jafnóðum og eldri sjó- menn hverfa frá störfum. Takist þetta ekki vegna þess að önnur og auðveldari störf bjóði úrvali æsku- manna betri kjör, þá hættum við að ná þeim árangri i fiskveiðum, sem íslenska þjóðin er þekktust fyrir að hafa náð. Færi svo vegna skilnings- leysis á gildi sjómannsstarfsins, þá mundi það bitna á allri þjóðinni, í verri lífskjörum. Það er þessi stað- reynd, sem nú kallar á forustu allra sjómannasamtaka um að taka höndum saman til að forða þjóðinni frá slysi og skipa sjómannsstarfinu þann sess innan þjóðfélagsins sem því ber. Því verður ekki á móti mælt að sjómenn hafa unnið marga og stóra sigra í baráttunni fyrir betri kjörum og auknum félagslegum réttindum á yfirstandandi öld. I þessu sambandi vil ég benda á vökulögin á togurun- um sem voru stórt félagslegt átak á sínum tíma. En þó undarlegt megi virðast um undirstöðustétt í þjóð- félaginu, þá hafa sjómenn orðið að standa í of mikilli varnarbaráttu um kjör sín. Þetta stafar að mínu viti af því, að þjóðfélagslegt vald sjó- mannastéttarinnar hefur ekki verið í samræmi við framlag hennar til þjóðarbúsins, heldur miklu minna. Það er þessu sem þarf að breyta. Þegar maður t.d. hugleiðir að starf sjómannsins gerir þjóðinni kleyft að halda uppi miklu og margbrotnu skólakerfi í landinu, þá getur varla hjá því farið að maður undrist hvað hlutur sjómannastéttarinnar í þessu mikla kerfi er smár. I þessu sam- bandi við ég benda Sjómannadags- ráði svo og öðrum forustusamtökum sjómanna á eftirfarandi. Nauðsyn ber til, að fræðsla um sjómanns- starfið og gildi þess fyrir þjóðar- heildina, verði komið inn í ungl- ingafræðslu skólanna. Jafnhliða slíkri almennri fræðslu, þarf að veita unglingunum nokkra faglega innsýn i hin ýmsu störf sjómannastéttar- innar. Þá tel ég það ekki vansalaust, að hér skuli hafa starfað Háskóli fs- lands í meira en hálfa öld, án þess að fræðsla væri þar upp tekin í fræðum sjávarútvegs og fiskveiða. Þetta sýn- ir okkur hve átakið er stórt, sem þarf að gera, bara á sviði skólamálanna einna svo komið verði til móts við þarfir sjómannastéttarinnar sem undirstöðustéttar í íslensku þjóðfé- lagi. Nú þegar ýmsar þjóðir sem minna eiga undir fiskveiðum en við, hafa opnað háskóla sína til framhalds- náms í fiskveiðum og líffræði hafs- ins, þá er kominn tími til að við ger- um það sama. Það er þýðingarlaust að tala um fjárskort í þessu sam- bandi, því fjármagnið til skólakerf- isins er að langstærsta hluta komið frá sjávarútvegi í gegnum vinnu sjómanna. Því eiga kennslugreinar á sviði sjávarútvegs og fiskveiða að sitja í algjöru fyrirrúmi jafnt í Há- skóla íslands sem annars staðar í skólakerfinu. Þessa staðreynd verður sjómannastéttin að gera sér ljósa og vinna að framgangi þessa máls, eftir öllum færum leiðum. Þá þarf á öðr- um sviðum, að miða menntun sjó- manna við, að þeir eigi greiðari að- gang að störfum i landi við sitt hæfi, verði þeir að hætta á sjónum, ein- hverra orsaka vegna. Á þessu sviði stöndum við að baki ýmsum öðrum fiskveiðiþjóðum nú, og þarf úr því að bæta. Þetta sem hér hefur verið upp tal- ið, gæti orðið áfangi á leið til að efla íslenska sjómannastétt og gera hana færari um að sigra þá erfiðleika sem óhjákvæmilega munu mæta henni á öllum tímum. En meira þarf að gera Þá er ég kominn að þeirri hlið SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 67

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.