Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Side 77

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Side 77
Minning Geir Ólafsson loftskeytamaður Á aðalfundi Sjómannadagsins minntist Pétur Sigurðsson Geirs á þessa leið: „Geir var úr röðum íslenskra sjó- manna, félagsmálamaður með af- brigðum, ágætur starfsmaður, trúr og traustur í öllu, sem hann tók að sér. Geir Ólafsson loftskeytamaður varð bráðkvaddur aðfaranótt 3ja apríl. Hann var fæddur 4. október 1905 í Hafnarfirði. Foreldrar hans voru Ólafur Helgi Sigvaldason sjó- maður og kona hans Steinunn Hall- dórsdóttir. Geir lauk gagnfræða- prófi úr Flensborgarskóla vorið 1922. En loftskeytanámi lauk hann þrem árum síðar. Þá var haldið á sjóinn var hanrí loftskeytamaður á togurum uns hann fór í land í stríðslok 1945. Lengst af var hann með Snæbirni Ólafssyni skipstjóra á Tryggva gamla eða í 13 ár. Þegar hann hætti sjómennsku hóf hann störf hjá Veðurstofu íslands, vann þar fulla vinnu fram að sjö- tugu síðustu árin sem deildarstjóri loftskeytadeildar, en vann síðan nokkuð styttri vinnudag þar til yfir lauk. Geir sleit ekki tengsl sín við ís- lenska sjómannastétt þótt hann haslaði sér nýjan starfsgrundvöll. Hann varð einn afkastamesti félags- málafrömuður stéttar sinnar fyrr og síðar. Þetta er sagt um leið og ég hef í huga félaga Geirs og vin, Henrý Hálfdánsson, en þeir sem fulltrúar félags íslenskra loftskeytamanna hafa með störfum sínum skapað sér virðingarsess, sem aldrei verður frá þeim tekinn. Geir var alla tíð virkur félagi í stéttarfélagi sínu um langt árabil í stjórn þess og formaður um nokkurt árabil. Hann var einn ötulasti stuðningsmaður allra slysavarnar- mála, áhugasamur félagi í deild Ingólfs í Reykjavík, og sat fjölmörg þing Slysavarnarfélags Islands. Á þingum Farmanna- og fiskimanna- sambands Islands sat hann um langt árabil einnig í stjórn þess. Sá er þessi fátæklegu minningar- orð skrifar, kynntist þó Geir best vegna sameiginlegra starfa okkar fyrir Sjómannadaginn í Reykjavík. Fyrir mig var það ómetanlegt er mér voru falin formannsstörf í samtök- um þessum að eiga mann eins og Geir að, en hann var þá fram- kvæmdastjóri sjómannadagsins og gegndi því starfi árin 1953-1965. Um önnur störf hans í þágu þessara samtaka er hið sama að segja. Áhugi hans fyrir úrlausn bygginga hinna öldruðu var alltaf hinn sami. Æðruleysi þótt rifist væri, góðlátleg kímni, aldrei hávaði eða vonska, enda finnst mér að Geir hafi ekki getað átt slíkt til. Þó gat hann tekið fast á og undirstrikað orð sín og skoðanir svo eftirminnilega að eftir var tekið. Geir var um áratuga skeið vara- og aðalmaður í Sjómannadagsráði. Hann var um langt árabil vara- maður í stjórn þess og tók við rit- • arastörfum fyrir rúmu ári síðan, þegar ritari samtakanna Kristens Sigurðsson félli frá. Hann sjálfur og við í stjórn samtakanna héldum vorið 1966 þegar hann ásamt vini sínum og samstarfsmanni Guð- mundi H. Oddssyni voru sæmdir æðsta heiðursmerki samtaka okkar gullmerkinu að nú væri hans beinu störfum lokið í okkar þágu. En það var öðru nær. Hann leiðbeindi yngri mönnum sem við störfum hans tóku var í því sem öðru, alltaf boðinn og búinn til hjálpar. Og þegar hann svo tekur við áðurnefndu ritarastarfi, tel ég að vart hafi mátt merkja á milli áhuga og dugnaðar hans og okkur hinum yngri mönnum. Enda hitt- umst við þessir samstarfsmenn sem vinnum að byggingu hins nýja dvalarheimilis aldraðra Hafnarfirði aðeins rúmum tveim sólarhringum fyrir fráfall Geirs einmitt til að ræða eitt vandamálið við þá stórfram- kvæmd. Þegar undanskilin eru okkar sameiginlegu áhugastörf, verður að viðurkennast að þekking mín á einkalífi Geirs var ekki mikil. Þó veit ég af persónulegum kynnum að hann var vel giftur. Eiginkonu sinni Aðalbjörgu Jóakimsdóttur Pálsson- SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 69

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.