Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Side 80

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Side 80
Haraldur Ágústsson skipstjóri er kunnur maður í hópi þeirra er kunna skil á sjávarútvegi og sjósókn, því hann hefur um áraraðir verið einn aflasælasti skipstjóri landsins. Nú hefur hann enn orðið aflahæst- ur, ásamt öðrum skipstjóra, Krist- birni Árnasyni frá Húsavík, en þeir skipta milli sín skipstjórn á Sigurði. Haraldur Ágústsson er 45 ára að aldri fæddur 24.6. árið 1930 á Hvalsá í Steingrímsfirði, en Hvalsá er skammt frá Hólmavík. Haraldur hóf sjósókn þegar á unga aldri og þegar hann fór í Stýrimannaskólann fyrir rúmum 20 árum hafði hann þegar mikla reynslu sem formaður og skipstjóri og var þá eini nemand- inn, sem fór með skip milli anna í skólanum. Hann var þá skipstjóri á ýmsum bátum við Húnaflóa frá 19 ára aldri. Þá hafði hann aðeins „pungapróf“ svokallað. Fyrst byrj- aði Haraldur á Frigg frá Skaga- strönd, var með hann fyrir norðan og sunnan og síðan hefur sjó- mennsku og skipstjóraferillinn stað- ið óslitið og nú stýrir hann bestu skipunum sem út eru gerð á nóta- veiðar og hefur gert það seinustu áratugina. Haraldur varð frægur þegar hann fyrstur mann tók að nota hina ómissandi kraftblökk, en það var um borð í aflaskipinu GUÐMUNDI ÞÓRÐARSYNI, en kraftblökkin er svo til algjör forsenda þess að unnt sé að veiða með hinum stóru nótum í risjóttum veðrum. Það var árið 1959. Við áttum örstutt spjall við Har- ald Ágústsson, skömmu eftir að skipið kom heim að afstöðnum loðnuveiðum og hafði hann þetta að segja: — Eg hefi gengið nokkuð milli skipa síðustu 4-5 árin, leyst af á hin- um ýmsu nótaveiðiskipum og er núna með Sigurð ásamt Kristbirni Árnasyni frá Húsavík. Það hefur færst í vöxt að tveir menn skipti á milli sín að fara með skipstjórnina á þessum stóru nótaskipum. Starfið er Haraldur Ágústsson, skipstjóri á þilfarinu á Sigurði Þetta er mikið skip með hæsta ársafla, sem vitað er um eiginlega ofviða einum manni, ef úthaldið er langvinnt. Ég hefi verið á Sigurði siðastliðið. — Hvað aflaði Sigurður mikið á seinustu loðnuvertíð? — Aflinn varð 13.300 tonn. Þetta er nú ekki mesta magn sem fengist hefur á eitt skip á loðnuvertíð, þeir hafa komist hærra en þetta, þótt ég viti ekki magnið. Við gerum ráð fyrir að verkfallið hafi skert afla- magnið um á að giska 5000 lestir, þótt um það verði ekki sagt með neinni vissu. — Annars hefi ég heyrt að aldrei hafi fengist jafnmikill ársafli í tonn- um á skip einsog á Sigurði á seinasta ári en þá fékk skipið um 40.000 tonn af fiski. Þ.e.a.s. á árinu 1975 frá ára- mótum til áramóta. Fyrst var það loðnuvertíðin hér heima. Þá var siglt til Nýfundna- lands, þaðan í Barentshaf og svo enduðu veiðarnar suður við strendur Afríku, en á síðastnefnda staðnum fékkst heldur rýr afli. — Það er áformað að halda til veiða á Nýfundnalandsmið um miðjan maí. Er gert ráð fyrir að sá leiðangur taki tvo eða tvo og hálfan mánuð. — Ferð þú með til Nýfundna- lands? — Það er ekki alveg ráðið ennþá. Við erum ekki búnir að ákveða hvort við skiptum þarna og hinn taki þá veiðarnar í Barentshafi. Það kemur líka til greina. — Hvað ber Sigurður af fiski? — Hann ber nú líklega mikið, en við komum með á honum 960-980 tonn þegar mest er. Þetta er mikið skip og gott. — Hvað er aflaverðmætið á loðnuvertíðinni í krónum? — Skiptaverðið nam um 41 mill- jónum króna, sagði Haraldur Ágústsson að lokum. Haraldur er kvæntur Guðbjörgu Gunnarsdóttur frá Hólmavík og eiga þau fjögur börn, þrjá drengi og eina stúlku. Guðbjörg er systir Hrólfs Gunnarssonar skipstjóra og aflakóngs á Guðmundi RE. 72 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.