Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 80

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 80
Haraldur Ágústsson skipstjóri er kunnur maður í hópi þeirra er kunna skil á sjávarútvegi og sjósókn, því hann hefur um áraraðir verið einn aflasælasti skipstjóri landsins. Nú hefur hann enn orðið aflahæst- ur, ásamt öðrum skipstjóra, Krist- birni Árnasyni frá Húsavík, en þeir skipta milli sín skipstjórn á Sigurði. Haraldur Ágústsson er 45 ára að aldri fæddur 24.6. árið 1930 á Hvalsá í Steingrímsfirði, en Hvalsá er skammt frá Hólmavík. Haraldur hóf sjósókn þegar á unga aldri og þegar hann fór í Stýrimannaskólann fyrir rúmum 20 árum hafði hann þegar mikla reynslu sem formaður og skipstjóri og var þá eini nemand- inn, sem fór með skip milli anna í skólanum. Hann var þá skipstjóri á ýmsum bátum við Húnaflóa frá 19 ára aldri. Þá hafði hann aðeins „pungapróf“ svokallað. Fyrst byrj- aði Haraldur á Frigg frá Skaga- strönd, var með hann fyrir norðan og sunnan og síðan hefur sjó- mennsku og skipstjóraferillinn stað- ið óslitið og nú stýrir hann bestu skipunum sem út eru gerð á nóta- veiðar og hefur gert það seinustu áratugina. Haraldur varð frægur þegar hann fyrstur mann tók að nota hina ómissandi kraftblökk, en það var um borð í aflaskipinu GUÐMUNDI ÞÓRÐARSYNI, en kraftblökkin er svo til algjör forsenda þess að unnt sé að veiða með hinum stóru nótum í risjóttum veðrum. Það var árið 1959. Við áttum örstutt spjall við Har- ald Ágústsson, skömmu eftir að skipið kom heim að afstöðnum loðnuveiðum og hafði hann þetta að segja: — Eg hefi gengið nokkuð milli skipa síðustu 4-5 árin, leyst af á hin- um ýmsu nótaveiðiskipum og er núna með Sigurð ásamt Kristbirni Árnasyni frá Húsavík. Það hefur færst í vöxt að tveir menn skipti á milli sín að fara með skipstjórnina á þessum stóru nótaskipum. Starfið er Haraldur Ágústsson, skipstjóri á þilfarinu á Sigurði Þetta er mikið skip með hæsta ársafla, sem vitað er um eiginlega ofviða einum manni, ef úthaldið er langvinnt. Ég hefi verið á Sigurði siðastliðið. — Hvað aflaði Sigurður mikið á seinustu loðnuvertíð? — Aflinn varð 13.300 tonn. Þetta er nú ekki mesta magn sem fengist hefur á eitt skip á loðnuvertíð, þeir hafa komist hærra en þetta, þótt ég viti ekki magnið. Við gerum ráð fyrir að verkfallið hafi skert afla- magnið um á að giska 5000 lestir, þótt um það verði ekki sagt með neinni vissu. — Annars hefi ég heyrt að aldrei hafi fengist jafnmikill ársafli í tonn- um á skip einsog á Sigurði á seinasta ári en þá fékk skipið um 40.000 tonn af fiski. Þ.e.a.s. á árinu 1975 frá ára- mótum til áramóta. Fyrst var það loðnuvertíðin hér heima. Þá var siglt til Nýfundna- lands, þaðan í Barentshaf og svo enduðu veiðarnar suður við strendur Afríku, en á síðastnefnda staðnum fékkst heldur rýr afli. — Það er áformað að halda til veiða á Nýfundnalandsmið um miðjan maí. Er gert ráð fyrir að sá leiðangur taki tvo eða tvo og hálfan mánuð. — Ferð þú með til Nýfundna- lands? — Það er ekki alveg ráðið ennþá. Við erum ekki búnir að ákveða hvort við skiptum þarna og hinn taki þá veiðarnar í Barentshafi. Það kemur líka til greina. — Hvað ber Sigurður af fiski? — Hann ber nú líklega mikið, en við komum með á honum 960-980 tonn þegar mest er. Þetta er mikið skip og gott. — Hvað er aflaverðmætið á loðnuvertíðinni í krónum? — Skiptaverðið nam um 41 mill- jónum króna, sagði Haraldur Ágústsson að lokum. Haraldur er kvæntur Guðbjörgu Gunnarsdóttur frá Hólmavík og eiga þau fjögur börn, þrjá drengi og eina stúlku. Guðbjörg er systir Hrólfs Gunnarssonar skipstjóra og aflakóngs á Guðmundi RE. 72 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.