Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 81

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Blaðsíða 81
Það ætti ekki að skaða neinn þótt sagt sé að útgerð gangi betur þar sem góðir og starfssamir menn eru fyrir í vélarrúminu. Skipin eru ódýrari í rekstri, þau hafa meiri tíma og ráðrúm til veiða og því fylgir notaleg tilfinning að vita af ráðsnjöllum, samviskusömum mönnum í vélinni, sem knýr skipið, nauðsynjar þess og munað. Það fer orð af mörgum skipstjór- um, einsog sagt er um góða menn. Einn þeirra er Jóhann S. Jóelsson yfirvélstjóri á nótskipinu og togar- anum Sigurði, sem nú varð afla- hæstur á loðnuvertíðinni. Jóhann er aðeins 42 ára að aldri, en hefur samt verið yfirvélstjóri á þessu glæsilega skipi í 14 ár. Jóhann er fæddur að Hvoli í Hörglandshreppi í Vestur-Skafta- fellssýslu, sonur Jóels Sigurðssonar, kjötiðnaðarmanns frá Hraunhóli og Jónínu Jóhannsdóttur frá Þelamörk i Eyjafirði. Sigurður hóf eirsmíðanám í vél- smiðjunni Hamri árið 1949 og lauk vélstjóraprófi árið 1957. Var síðan vélstjóri á ýmsum skipum, Öskju, togaranum Fylki, en á Sigurði hefur hann sem áður segir verið seinustu 14 árin eða frá árinu 1962. Jóhann er kvæntur Jóhönnu Jónsdóttur og eiga þau fimm börn. Við hittum Jóhann að máli í til- efni af aflasældinni og hafði hann þetta að segja af veru sinni um borð í Sigurði. — Sigurður var nú ekki á tog- veiðum fyrst þegar ég kom þar um borð, heldur í síldarflutningum. Flutti skipið síld frá Austfjarðamið- um til bræðslu hér. Það er líklega upphafið að því að menn álitu skip- ið hentugt til þess að flytja mikið magn af fiski. Það var þó ekki fyren fyrir tveimur og hálfu ári að skipinu var gjörbreytt fyrir nótaveiðar, en það getur þó enn stundað flot- vörpuveiðar ef það þætti hentugra. — Astæður fyrir þessum breyt- ingum voru vafalaust margar en veigamest þó sú, að það var erfitt að manna síðutogara og erfitt að finna Manni er ekki alveg sama hver fer höndum umþetta Jóhann S. Jóelsson yfirvélstjóri á Sigurði ISegir yfirvélstjórinn I Jóhann S. Jóelsson I viðunandi verkefni, eða kaupendur að þeim. Sigurður er gott skip í sjó að leggja og talið með bestu ferða- skipum. — Það er ekki unnt að telja hér upp allar þær breytingar sem gerðar hafa verið á skipinu. Mjög dýr og vandaður búnaður er þar um borð vegna nótaveiðanna. Allskonar dælur og togblakkir. Sérstakur mótor knýr allar þessar dælur og auk þess þverskrúfu á skut. Sérstök vél er svo frammí fyrir stefnis- og þverskrúfuna, en þessar skrúfur eru notaðar til þess að hagræða skipinu við veiðarnar og í höfnum. — Þetta stóra skip getur snúið á punktinum núna, ef það hentar. — Þetta er þriðja loðnuvertíðin sem Sigurður tekur þátt í. Reyndar var fyrsta vertiðin sem hann var á aðeins hálf og svo hefur skipið stundað veiðar við Afríku og einu sinni við Nýfundnaland. Ráðgert er að sigla til Nýfundnalandsmiða í byrjun maí. — Hvernig hafa veiðar á fjar- lægum miðum gengið og hvernig fellur skipshöfninni? — Það er ágæt veðrátta við Afríku, en það vantaði bara allan þennan fisk í sjóinn, þennan fisk sem við áttum að veiða. Nú Nýfundna- landsmið eru heldur ömurleg, lát- lausar þokur og maður sér varla út- fyrir lunninguna allan tímann, en við vorum í sex vikur á miðunum. Komið var tvisvar í höfn á þessum tíma, annars verið úti í þokunni. — Hvað eru margir í vélinni? .— Við erum þrír, þar af er einn á dekkinu þegar verið er á veiðum. Þetta er nokkuð minni mannskapur, en gerist á skipum með yfir 2000 hestafla vélar. Þeir eru t.d. fjórir á stóru skuttogurunum, en tveir á þeim minni. Við erum með tvi- skiptar vaktir, — sex og sex — og þetta gengur vel. — Er mikið sótt í land eftir við- gerðum? — Já ekki verður annað sagt, þó reynum við að gera sem mest sjálfir, það reyna flestir og það eru góð stopp á milli. Maður reynir að gera sem mest sjálfur, því manni er ekki alveg sama hver fer höndum um þetta, sagði Jóhann S. Jóelsson, yfirvélstjóri að lokum. JG. SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.