Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Page 90

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1976, Page 90
yfir skipið og nokkuð af honum frýs. Snjókoma eykur enn ísinguna. Hraði skipsins og hornið á milli stefnu þess og vindáttar hefur mikið að segja. Að öðru jöfnu sezt miklu minni ísing á skip, er það fer undan vindi, en þegar það siglir á fullri ferð upp í. Að lokum eru byggingarlag skipsins og það hve ísingin varir lengi, atriði sem hafa verið í huga. Selta sjávarins er mikilvæg. Á Eystrasalti, sem er lítið salt, er frost- mark sjávar rétt undir 0° C á móti -j-1.9° C á Atlantshafinu. Þar sem hættast er við ísingu á Atlantshafinu er frostmarkið -r-1.9° C. Miðað við algengasta byggingar- lag skipa (sum skip taka mjög lítinn sjó á sig þótt stormur sé) má sjá samband á milli ísingar vegna ágjafar, veðurhæðar, hita lofts og sjávar og hraða skipsins miðað við sjó og vind. Aðeins fáar athuganir voru frá togurum á hraðri siglingu. Hins vegar voru athuganirnar nægilega margar frá togurum á hægri ferð til þess að hægt var að gera línuritin, sem fylgja greininni. Ur línuritun- um má lesa stig ísingarinnar við ákveðin hitastig lofts og sjávar og við mismunandi veðurhæð. Má til dæmis gera ráð fyrir mikilli ísingu á togara, þegar vindstigin eru eru 9-10,8° frost og sjávarhitinn + 4° C. Það er að segja 7-14 cm ísingarlag myndast á 24 tímum á hvalbak og yfirbyggingu. Ef skipið væri á Eystrasalti, ætti að gera ráð fyrir enn meiri ísingu, vegna þess hve seltan þar er lítil. Sjávardeild veðurstofunnar í Hamborg notar þessi línurit til að gera spár um ísingu, einkum fyrir miðin við Noreg og ísland, Græn- land og Labrador. Línuritin gera það mögulegt fyrir veðurfræðinga, sem þekkja lítið til siglinga, að gera spá um ísingu vegna ágjafar. Veðurfræðingurinn áætlar fyrst vindstigin og frostið, og notar síðan þau gögn um sjávarhitann, sem til- tæk eru. Frá þýzkum togaraskipstjórum 82 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ hef ég fengið fjölda athugana á veðri og ísingu og jafnframt bæði munn- legar og skriflegar lýsingar á hættu- legum tilfellum. Einhver alvarleg- asta ísing undanfarinna ára átti sér stað 7.-11. febrúar 1959 undan ströndum Labrador og á Ný- fundnalandsmiðum. Um það mun ég skrifa í síðari grein. Sjómannadagsblaðið 1942 óskast til kaups. — Þeir, sem kynnu að geta útvegað það, fá í þóknun 24 eintök af Sjómannadagsblaðinu, eða aðra greiðslu, ef þeir óska þess heldur. Sjómannadagsblaðið Hrafnistu — Reykjavík

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.