Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Síða 11

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Síða 11
Úreltar vinnureglur hins opin- bera þarfnast endurskoðunar »Enn bíðum við eftir að fá byggingar- °g rekstrarleyfi fyrir nýrri hjúkrunar- álmu við heimilið í Hafnarfirði. Þetta hefur sem kunnugt er verið okkur hugleikið lengi, en vandinn er sá að ráðuneytið skiptir þörfinni fyrir hjúkrunarrými og vistheimili fyrir aldraða eftir kjördæmum. Er við nú í tvígang höfum leitað eftir leyfi til að hrinda af stað þessari mjög svo nauðsynlegu framkvæmd, þá fáum við þau svör að ekki sé vöntun á slíku tymi í Reykjaneskjördæmi — en aftur a móti sé vöntun í Reykjavík. En þá er því auðvitað til að svara að við erum með fólk alls staðar að af landinu hér á Hrafnistuheimilunum. Sé því einblínt syo fast á kjördæmaskipunina sem raun er á má spyrja hvenær boð komi frá ráðuneytinu þess efnis að við megum ekki vera með nema Reykvíkinga á heimilinu í Reykjavík °g ekki nema Reyknesinga á heimilinu í Hafnarfirði! Slíkum boðum munum við vitaskuld aldrei hlíta enda er hér um frjáls félagasamtök að ræða sem hafa staðið mjög vel að verki. Reikar hugur minn þá aftur í tímann og hugleiði ég hvernig málum aldraðra væri komið ef Sjómannasamtökin með afbragðs- menn í broddi fylkingar, sem sáu fram 1 tímann, hefðu ekki staðið að þeirri timamótaframkvæmd sem Hrafnista í Reykjavík var. Eg hef þó trú á því að ráðuneytið muni slaka á þessum meginreglum sem það nú fer eftir, enda eru ekki otðin nein raunveruleg skil í milli þéttbýlisbyggðanna allt frá Mosfellsbæ °g hér suður fyrir Hafnarfjörð. Þetta er allt að verða eitt svæði og því má ekki hanga lengur í einhverjum »prinsípum“ og kotungshugsanagangi. Ekki hefúr þess heldur orðið vart að Hdraðir Reykvíkingar setji fyrir sig að Hra á Hrafnistu í Hafnarfirði og vilja margir fremur vera þar en á Hrafnistu í Reykjavík. Þar ber margt til, oft ættingjatengsl, þótt vegalengdir hafi ekki lengur mikið að segja á höfuð- borgarsvæðinu.“ Horft fram á veginn „Við munum því eftir sem áður horfa fram á veginn og hugleiða hvert stefnir í málum aldraðra. Við teljum mjög brýnt að þessum málum verði komið í það horf að gamla fólkið geti verið sem lengst heima hjá sér. En veikist það þarf öldrunardeildin á Borgar- spítalanum að geta fært út kvíarnar og hafa fleiri rúm til umráða en nú. Hressist fólk svo að það geti horfið heim á ný er það af hinu góða - en sjái menn fram á langvarandi veikindi þarf að vera rými á hjúkrunarheimili fyrir viðkomandi. Komi upp alvarleg teppa í öldrunarlækningaþjónustu Borgarspítalans munu öll rúm fyllast og fólk ekki komast lengra. Þá mun sá aldraði hugsa sem svo: „Nú er best að vera ekki lengur að hugsa um að vera í eigin íbúð, heldur reyna að komast sem fyrst á dvalarheimili fyrir aldraða.“ Þetta skýrir að meðan ekki er betur búið að öldrunarlækningadeild Borgarspítalans en raun er á, blasir við sá vandi sem ekki verður leystur nema með þeim hætti sem ég hef lýst. Þörfin fyrir heimili og sérstaklega hjúkrunarheimili handa öldruðum mun verða sífellt brýnni.“ Fleiri geta greitt fyrir sig sjálfir „Vissulega spyrjum við okkur hvort það form sem við leggjum áherslu á sé hið eina rétta? Er sú stefna rétt að hagsmunaaðilar byggi og ríkið reki — eða á ríkið bæði að byggja og reka? Ég held að nú sé að koma upp kynslóð aldraðra sem mun hafa efni á að borga fyrir sig sjálf. Mér er kunnugt um að sá hópur er stór sem mundi taka því fegins hendi ef aðilar stæðu saman að því að byggja vist- og hjúkrunarheim- ili fyrir aldraða og mundu aldraðir standa undir kostnaðinum sjálfir. Þá væru þeir ekki upp á það komnir að Heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti gæfi eitthvert framkvæmda- og rekstrarleyfi og þeir yrðu heldur ekki upp á það komnir að gangast undir vistunarmat hjá læknum eða félagsmálastofnun viðkomandi sveit- arfélags. Þeir gætu tekið sína ákvörðun sjálfir án þess að nokkurn annan varðaði um það.“ Hér með þökkum við Guðmundi Hallvarðssyni fyrir spjallið í von um að þau knýjandi úrlausnarefni sem bíða og hann hefur lýst, hljóti farsælan framgang — og Sjómannasamtökin fái lyft enn fleiri Grettistökum landi og lýð til heilla. Atli Magnússon sœplast Pósthólf 50 • 620 Dalvík Sími 466 1670 • Símbréf 466 1833 SJÖM A NNAD AGSBI .AÐIÐ 11
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sjómannadagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.