Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Page 23

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Page 23
útgerðarmönnum heldur eða ekki. Fari svo að hún haldi ekki verðum við að grípa til aðgerða gegn þeim útgerðarmönnnum sem ákveða hskverð einhliða á þennan hátt. Þannig sáum við það hjá Granda- skipunum sem komu inn eftir jólastoppið að fyrstu landanirnar, sem venjulega hafa farið í eigin vinnslu Granda, lönduðu nú hér á Faxamarkaði. Sýndi sig að út úr þessum túrum voru menn að fá rúm- lega helmingi meira en venjulega - eða yfir 100%. Þetta varðar kjör mann- anna nákvæmlega á sama hátt og vinna þeirra upp á hlut. Að mínu viti er þetta stærsta málið nú því fyrirkomulagið er með þessum hætti um allt land núna. Því verðum við að bretta upp ermarnar og gera eitthvað - því sjái vinnuveitendur ekki fiam á yfirvofandi vinnustöðvun er ekkert við okkur rætt. Löngum hafa utgerðir bæði fiskiskipa og farskipa getað treyst á lagaboð frá ríkisstjórn- lnni, en við verðum að sjá svo til að því verði ekki lengur við komið. Til þessa má segja að við höfum verið áskrifendur að gerðardómsúrskurðum eða bráðabirgðalögum og samnings- fetturinn meir í orði en á borði. Þessu verður að linna. Þetta er höfuðmálið nú þótt fleiri bíði úrlausnar. Þegar um nýjar veiðigreinar er að ræða þá er rétt- Ur manna ótryggur, því engir samningar eru fyrir hendi. Þar má nefna humarfrystingu og fleira. Þá er °rðið nokkuð um loðnufrystingu um horð í skipum sem ekki eru veiðiskip °g þessu urðum við vitni að í fyrsta skipti í hitteðfyrra. Skipunum er þá kgt við bryggju og þau notuð sem fiystihús." Málefni farmanna »Ffvað farmennina varðar þá er búin að vera stöðug vinna að þeirra málum °g deilur út af mönnun skipanna. Við höfum ekki verið á háum launum fyrir, en útlendingarnir eru þó varla hálfdrættingar á við okkur. Því höfum við lagt mikla vinnu í samstarf bæði við Skandinava og Alþjóðaflutninga- sambandið til þess að ná betur utan um þessi mál. Sem betur fer hefur nú aðeins miðað í áttina, enda var þetta hálfgerður Fírunadans um tíma. Fannst okkur skrýtið þegar Eimskipafélagið tók að vera með skip í langtímaverkefnum sem mönnuð voru útlendingum. Eimskipafélagið hefur ekki þá afsökun að aðrir séu að bjóða niður fyrir þeim fragtina, því þeir eru með 90% af stykkjavöru héðan frá landinu. Þessi slagur um mönnunina hefur því einkum strand- að á því að ekki hefur náðst samkomu- lag um mönnun skipanna og hækkun á launum. Launataxtarnir á far- skipunum eru lágir og það sem menn fá byggist að mestu á yfirvinnu. Minnist ég þess frá því er ég var til sjós að meira en helmingurinn af árstekjunum var yfirvinna - og svo er víða enn. Lítum við á skip í Ameríkusiglingum þá er háseti þar á hæsta taxta með um eina og hálfa milljón í árslaun. Þetta er langt frá því að vera í samræmi við önnur launakjör í landinu. Ekkert tillit er tekið til fjarverunnar og einangrunarinnar og ég heyri það á okkar mönnum að þeir vilja fá verulega meiri kauphækkun en samið var um nú síðla vetrar. Menn ræða um að fá minnst tíu þúsund krónur á grunninn. Þetta virðist mikið í prósentum en þegar miðað er við svo lág launakjör er þetta ekki mikið.“ Ný atlaga að farmanna- stéttinni „Þá langar mig að geta um mál sem mikið var rætt hér nýlega og snertir áhafnir íslenskra kaupskipa en það snýst um það að sjómenn gangi að meira og minna leyti í störf stýriman- na og vélstjóra þegar þörf krefur. Um þetta hafði nefnd verið að fjalla frá 1992 án þess að við hefðum hugmynd um það, enda aldrei kallaðir til sam- ráðs. Niðurstöður nefndarinnar ganga í berhögg við okkar samninga um vinnutilhögun og mönnun skipanna. Höfum við gert okkar athugasemdir en hart hefur verið barist á móti þeim. Erum við ráðnir í að bregðast ákveðið við þessu, enda hefur ekki verið grófar að farmannastéttinni vegið lengi. Útgerðarmenn höfðu að vísu verið að ámálga þetta við okkur og til þess að kanna viðbrögð okkar manna efndum við til leynilegrar atkvæðagreiðslu um málið fyrir réttum tveimur árum meðal félaga okkar. Kom þá í Ijós að aðeins einn félagsmaður var þessu fyrirkomulagi fylgjandi. En nú átti semsé að koma þessu í gegn bakdyra- megin á Alþingi og vitum við að höfuðsmiðir frumvarpsins voru starfs- menn útgerðanna." Fráleitlega lágar greiðslur í félagssjóði „Sjómannafélag Reykjavíkur annst samninga fyrir fleiri stéttir en fiski- menn og farmann, þótt ég hafi gert kjör þeirra að meginumræðuefni mínu hér. Kjarasamningar fiskimanna eru líka nokkuð flóknir að því leyti að þeir skiptast í tvær greinar. Þar er um að ræða bátakjarasamningana sem megin þorri flotans er á og svo samningana á stóru togurunum sem nú gilda á aðeins tveim eða þrem skipum. Auk þess semjum við fyrir Landhelgis- gæsluna, Hafrannsókn og sanddælu- skipin. Þótt samningar við hina ýmsu aðila taki mið hver af öðrum þá er þó alltaf um ýmsa sérkjarasamninga að ræða. Um fjárhag Sjómannafélagsins er það að segja að lífeyrissjóðurinn er sjálf- stæð stofnun og flest sjómannafélög á landinu greiða til hans, þótt Vestfirðir séu að vísu utan hans, Austfirðingar og Vestmannaeyingar. Því miður hefur staða lífeyrissjóðsins verið slík að SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.