Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Page 27

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Page 27
ýmsa aðila úr sjómannastétt — bæði undir- og yfirmenn), að háseti sem slasaðist fengi eins mánaðar stað- 8engilslaun en yfirmaður tveggja uiánaða staðgengilslaun. Illur varð ég þegar ég frétti um þessi áform. Sagði eg við þessa ágætu samgöngunefndar- tnenn að á því herrans ári 1980 mundi ^þingi íslendinga verða að athlægi fytir smánarleg vinnubrögð. Ég spurði hvernig þeim dytti í hug að mismuna s)°mönnum þannig að þeir sem væru 1 mestu slysahættunni og tíðast slösuð- Ust til sjós ættu að hafa minni bótarétt en þeir sem voru í brú eða vél og slösuðust sjaldnar. Enn benti ég á að hásetarnir væru oftast yngri menn og ®ttu því fyrir stærri fjölskyldum að sjá. 1>etta kvaðst ég aldrei líða og eftir Uokkurt þóf og stapp sem stóð í á ar>nan dag tóku þeir sem í nefndinni satu kúvendingu og gerðu mönnum jafn hátt undir höfði.“ ^kuttogararnir koma - slysatíðni eykst ”Já, margs er að minnast og ég varð Vltni að þeim umskiptum sem urðu þegar skuttogararnir tóku að koma til landsins og þeirri miklu breytingu sem varð á aðbúnaði og öðru um borð. En Urn leið varð gífurleg aukning á sfysatíðni um borð í togurunum. Þetta attl sér þá skýringu (svo ég taki n°kkuð fjálglega til orða) að þegar Samli síðutogarinn renndi að bryggju, §teip áhöfnin pokann sinn, hljóp yfir ^ryggjuna og um borð í skuttogarann Sem strax hélt dl veiða. Ekkert var fodð yfir þetta nýja vinnuumhverfi né ^lntirnir skoðaðir, en beinast hefði legið við að kynna sér reynslu ^orðmanna af slíkum skipum og þá ekki síst slysatíðnina og meginástæður sfysanna. 1 Ijósi þessa styrkti Sjómannafélagið einn ágætan félaga sinn, Pétur ^'gurðsson, sem nú starfar hjá Samskipum hf., til Noregsfarar. Þar fékk hann pláss um borð í skuttogara í þeim tilgangi að kynna sér vinnubrögð og annað um borð. Pétur hlaut því miður ekki styrk nema til allt of skamms tíma, og einbeitti hann sér fyrst og fremst að vinnubrögðum og kjaramálum manna á þessum skipum. För Péturs bar tvímælalaust árangur, en eftir sem áður hækkaði slysatíðni mjög og er svo enn. Meðan meira en tíundi hver fiskimaður slasast - eða 600 af 5000 - er ástandið engan veg- inn viðunandi. Segja má að kjörin á skuttogurunum hafi verið góð fram undir 1980, en þá verður vart minnkandi fiskgengdar og kjörin rýrna. Þá kom til geysileg óánægja með Verðlagsráð og jafnan gekk mikið á í janúarmánuði þegar fiskverðið var ákveðið. Oldur ágrein- ings risu stundum svo hátt að heilu ríkisstjórnirnar riðuðu til falls.— Annars voru vinnureglur Verðlagsráðs grundvallaðar á reginfirru: Tekið var mið af rekstrarkostnaði frytihúsanna á þann hátt að húsin voru öll sett „í sama pottinn“ og skussarnir lagðir að jöfnu við þá sem ráku fyrirtæki sín með sóma. Utkoman réði svo úrslitum um hve lágt fiskverðið skyldi vera. En með tilkomu fiskmarkaðanna breyttist þetta og Verðlagsráð var lagt niður í þáverandi mynd - sem betur fór. En nú stöndum við frammi fyrir því að með einhverjum hætti verður að breyta verðlagningunni svo fiskiskip í eigu fiskvinnsla greiði verð sem er í einhverju samræmi við það sem gerist á mörkuðunum. Þau mál þarf að skoða vandlega, því þetta leiðir til óþarfa deilna líkt og nýleg dæmi frá Austfjörðum sanna. Markaðslögmálið verður að fá að ráða verðlagningunni á hinum einstöku fisktegundum og þá jafnvel þannig að þar sem ekki eru markaðir gildi meðalverð fiskmarkað- anna. Veit ég að þetta eru sjómenn reiðubúnir að sætta sig við, þótt verðið geti orðið með ýmsum hætti eins og þeir þekkja sem siglt hafa með fisk á erlenda markaði.“ Kynnti mér aðstæður af eigin raun „Ég gat hér áður um þau umskipti sem urðu með skuttogurunum og langar til að segja frá hvernig ég sjálfur brást við þeirn. Tildrögin voru þau að ungur maður kom til mín á skrifstofu Sjómannafélagsins og tók að ræða þann vanda sem við væri að etja um borð í skuttogaranum sem hann var á. Ég hlýddi á hann og hugsaði sem svo að annað hvort hefði ég fjarlægst það sem væri að gerast eða þá að hér væru stórmál á ferðinni. Hafði ég engar vöflur á en ákvað að kynna mér þetta sjálfur og að mánuði liðnum var ég kominn út á sjó um borð í skuttogara - Hjörleif frá Reykjavík. Síðar fór ég út með Jóni Baldvinssyni. Þarna öðlaðist ég mjög mikilsverða reynslu og þekkingu og næstu sex árin á eftir hélt ég uppteknum hætti og fór túra með skuttogurum, kaupskipum og olíu- flutningaskipum. Á fragtskipunum var ég ýmist stýri- maður eða háseti en háseti um borð í skuttogurunum. Á sumum skipum kom það upp þegar verið var að ganga frá að strákarnir sögðu að ég skyldi bara fara og fá mér kaffisopa. En ég sagðist vilja fá að kynnast ferlinu til loka í smáu sem stóru og við það sat. Ég held að menn hafi metið það að formaður Sjómannafélagsins vildi kynnast kjörum þeirra með þessu móti og aldrei urðu harðar umræður um kjaramál eða slíkt, nema ég vildi það sjálfur. Þetta átti við um öll skipin. Margt skemmtilegt bar við eins og jafnan á sjó: Einu sinni lágum við á Jóni Baldvinssyni í kolvitlausu veðri undir Grænuhlíð og var Hjörleifur skammt frá okkur. Kölluðu þeir á ÉJÓMAN N A n AG S B LAÐIÐ 27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.