Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Page 58

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Page 58
flugmennina á þýsku í upphafi var tortryggni þeirra í okkar garð mikil - satt að segja allt til þess er við vorum að sigla inn Faxaflóa! Seinna komu til okkar menn frá breska hernum að þakka okkur fyrir björgunina. Sögðu þeir okkur jafnframt þær raunalegu fréttir að ekki hefði verið hægt að bjar- ga fæti mannsins sem verst var leikinn af kuldabólgum. Hafði hann strax verið sendur til Englands á sjúkrahús, en það dugði ekki til.“ Viðskipti við Grænlendinga „Eg lét þess ógetið að flugmennirnir þrír höfðu á hrakningi sínum komið að björgunarbáti af dönsku skipi. Af þeim mönnum sem um borð voru var helmingurinn látinn en hinir um það bil að deyja. Danirnir höfðu hugsað sér að freista þess að ná landi á Grænlandi og buðu nú flugmönn- unum að koma um borð til sín og verða sér samferða, en þeirra bátur var stærri. En flugmennirnir afþökkuðu það boð. Stöðug norðvestanátt var á og þeir voru 300 mílur frá Grænlandsströnd og hefði bátnum lítt miðað á svo langri siglingu. Að auki sáu þeir réttilega að þótt þeir kæmust til Grænlands var það að mestu óbyggt land og þeir litlu betur settir þar. Skildi því leiðir með bátunum þarna. En þegar Lagarfoss lagði af stað á ný einskipa til Vesturheims og við sigldum rétt uppi við Grænlands- strönd ákváðum við þó að sýna sér- staka árvekni ef bátur væri á reki á þeim slóðum. Þessi aðgát varð meðal annars til þess að skyndilega komum við auga á bál í landi. Við vorum ekki í vafa um að þarna væru skipbrots- menn að reyna að vekja athygli á sér. Var því mannaður bátur undir leiðsögn fyrsta stýrimanns, Eymundar Magnússonar, og róið í land. Við hinir biðum spenntir eftir hvað þarna væri á ferð. En svo kemur báturinn til baka og virðast þeir Eymundur og félagar harla undrandi á svipinn. Höfðu þeir þá sögu að segja að þarna hefðu aðeins verið grænlenskir veiðimenn á ferð. Vildu þeir bara spjalla við okkur og þó einkum vita hvort við ættum ekki handa þeim viský og vindla! Varð fátt um kveðjur og héldu þeir orðalaust um borð á ný og reru til skips. Þessi voru nú kynni okkar af þeim eskimóunum!“ Kafbátarnir virtust einráðir á hafinu „En nú víkur sögunni að siglingum mínum á Goðfossi sem voru í megin- atriðum svipaðar því sem ég þegar hef lýst. En á Goðafossi fórum við að finna til þess að þýsku kafbátarnir virtust vera alveg einráðir á hafinu. Þeir sýndust fara allra sinna ferða án þess að vera ónáðaðir, því hvað eftir annað voru þeir komnir inn í miðjar lestarnar hjá okkur — og skutu á bæði borð. En um áramótin 1942-1943 var að sjá sem mikil breyting yrði á þessu: Fylgdarskipin voru nú greinilega búin tækjum sem heyrðu betur til kafbát- anna en áður og vönduðu þeim ekki kveðjurnar. Fyrir vikið gerðust kaf- bátamennirnir ekki jafn öruggir um sig: Undir eins var byrjað að varpa djúpsprengjum að þeim og skipalestin látin breyta um stefnu og sigla í ótal hlykkjum. 1943 tóku þýsku kafbát- arnir því upp nýja aðferð: Þeir fóru ekki lengur inn í skipalestarnar heldut héldu sig utan við þær og skutu að skipunum þaðan. Fyrir vikið virtist nu meiri ónákvæmni í skotum þeirra en áður var. Við höfðum lista um þau skip sem í lestinni voru og sýndist okkur að kafbátarnir veldu nú úr þau skipin sem stærst voru. Helst komu kafbátarnir í ljósaskiptunum eða þa eftir að myrkt var orðið á kvöldin- Munu þeir hafa siglt á díselvélunum ofansjávar að deginum til á undan skiplestum sem þeir fundu og biðu þeirra svo í kafi undir kvöld. Mest var hættan þegar tunglsljós var, því þa gátu þeir miðað nákvæmar. Það erfiðasta við þetta og það sem fór illa með taugar manna var að þegar við sigldum fram hjá sökkvandi skipum og sáum að mennirnir voru komnir 1 sjóinn var harðbannað að stöðva og reyna að bjarga þeim. Á lífbeltum mannanna logaði lítið, rautt Ijós og sáum við stundum fjölda af þessurn ljósum rétt þar hjá sem við sigldurn- Það gekk nærri mönnum að mega ekki bjarga þeim, en þessum skipalest' um fylgdu sérstök björgunarskip og 1 stórum lestum voru sérstök sjúkraskip- Ég man að eitt sinn kom skipstjórinn inn til mín og sagði að voðalegt væfi að sigla svona fram hjá mönnunum og Goðafoss. Hann var smíðaður í Svendborg 1921 og var 1542 brúttórúmlestir. 58 SJÓMANNADAGSBLAgl^
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.