Sjómannadagsblaðið

Årgang

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Side 127

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Side 127
Þórsmenn greina reykinn frá togaranum „Þegar klukkan var orðin tólf voru Þórsmenn teknir að sjá reykinn frá togaranum, og ennfremur sáu þeir hann sjálfan í ratsjá. Og nú flaug Snæfaxi vestur á bóginn, uns hann var þar yfir sem Þór öslaði í veg fyrir sökudólginn. Snæfaxi miðaði síðan togarann og lét Þór í té miðunina. Hún staðfesti það að sá depill sem rat- sjáin sýndi væri Van Dyck. Þurfti Þór þá ekki frekar vitnanna við. Að þessu loknu flaug Snæfaxi á nýjan leik austur eftir og hnitaði hringa yfir togaranum. Bensínforðinn minnkaði meir og meir, uns auðsætt var að ekki mundi undir eigandi að fljúga til Reykjavíkur. Var þá ákveðið að fara til Hornafjarðar, lenda þar og taka elds- neyti. Þór nálgaðist nú óðum land- helgisbrjótinn og þó að Sólfaxi, sem er Katalínuflugbátur, sé ekki ýkja hrað- fleygur, miðaði honum býsna vel. Þeir Snæfaxamenn höfðu er hér var komið verið á lofti í rúmar átta klukku- stundir. Samt sem áður hefðu þeir fegnir viljað verða sjónarvottar að samfundum Þórs við hinn belgíska þurs, en nú var ekki vænlegt að doka lengur við. Þeir báru saman bækur sínar við samherja sína á Þór og Sólfaxa, kvöddu þá og óskuðu þeim heilla, sendu Van Dyck hlakkkennda hugsun og beindu síðan fari sínu í átt- ina til Hornafjarðar. Lenti Snæfaxi á flugvellinum við Höfn þegar klukkan var fimm mínútur yfir hálfeitt. Þar voru fylltir geymarnir og síðan lagt af stað til Reykjavíkur. Þá var klukkan tuttugu og þrjár mínútur yfir tvö. Var flogin beinasta leið yfir hálendið og lent á Reykjavíkurflugvelli þegar klukkuna vantaði tuttugu mínútur í fjögur. Voru þá liðnar tíu klukku- stundir og tuttugu mínútur frá því að Snæfaxi lagði upp í gæsluflugið!“ Loks lét skipstjóri sér segjast „Þegar klukkuna vantaði tuttugu og þrjár mínútur í tvö, munu þeir belg- ísku hafa séð þriðju íslensku flugvélina taka að sveifla sér um loftið yfir skipi þeirra. Þar var Sólfaxi kominn á vörð. Van Dyck stefndi nú til suðausturs, en þó að ekki muni hafa verið sparað afl vélarinnar, styttist óðum bilið milli hans og Þórs. Síðasta klukkutíma eltingarleiksins mun það hafa minnkað um fullar sex mílur. Þegar ekki var orðin nema ein og hálf míla milli skipanna skaut Þór púðurskoti á togarann. Stuttu síðar var skotið öðru og þriðja. En togarinn hélt áfram för sinni. Nú tók hann að fara í krappa króka til þess að gera eftirförina erfiðari. Auðsætt var að skipstjórinn hugðist ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Þór dró jafnt og þétt á veiðiþjófinn, þrátt fyrir krákustígana, og þegar hann var kominn á hlið við hann var kúla sett í fallbyssuna og síðan skotið fáum metrum framan við stefnið á Van Dyck. Þá lét skipstjórinn sér segjast. Hann stöðvaði skipið og beið þess sem að höndum bæri. Þetta var um tvöleytið aðfaranótt mánudags og voru skipin stödd 50 sjómílur í suðaustur af Ingólfshöfða. Það var hægviðri og lítil ylgja í sjó. Léttbáti Þórs var skotið út og róið yfir að togaranum. Klifu upp í hann Sigurður Árnason, annar stýrimaður og einn háseti. Sigurður hafði með sér skammbyssu og litla, sjálfvirka talstöð, svokallað göngutæki. Hann gekk á fund skipstjóra. Var skipstjóri úfinn á svip og þá er Sigurður krafðist þess að hann færi með skipsskjölin yfir í varðskipið, aftók hann að hlýða.“ Málaþóf við skipstjóra - haldið til Reykjavíkur „Stýrimaður talaði við yfirboðara sína og réðu þeir ráðum sínum. Síðan voru sendir yfir í togarann fyrsti stýri- maður, Haraldur Björnsson og Kristján Sveinsson þriðji stýrimaður. Var skipstjóra tjáð að flutt yrði yfir í togarann viðhlítandi áhöfn og honum siglt til Reykjavíkur. Nú runnu tvær grímur á skipstjórann. Hann var þó ekki á því að láta undan að svo komnu máli. Hann bað um frest, kvaðst vilja ná sambandi við yfirvöld í Belgíu. Beiðninni var komið á framfæri við Pétur forstjóra og Pétur bað fyrir þau boð til skipstjórans að tilmælum hans yrði ekki sinnt, enda gæti skipstjórinn ekki vænt sér neinnar liðveislu frá bel- gískum yfirvöldum. Skipstjóri hliðraði sér enn hjá þeirri skipun að fara með skjölin yfir í Þór, og var honum þá tilkynnt að vafningaminnst yrði að setja dráttartaug í Van Dyck og drösla honum til Reykjavíkur. Skipstjóri varð hvumsa við þessi skilaboð, en ekki var hann samt af baki dottinn. Þá er hann hafði hugsað sig um baðst hann þess að hann fengi frest til að afhenda skipsskjölin, uns hann hefði náð tali af útgerðarstjóra skipsins í Ostende. Þessi tilmæli voru flutt Pétri forstjóra og þar eð veður var gott og útlitið virtist nokkurn veginn einsýnt, ákvað SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 127
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sjómannadagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.