Sjómannadagsblaðið - 01.06.1995, Qupperneq 127
Þórsmenn greina reykinn frá
togaranum
„Þegar klukkan var orðin tólf voru
Þórsmenn teknir að sjá reykinn frá
togaranum, og ennfremur sáu þeir
hann sjálfan í ratsjá. Og nú flaug
Snæfaxi vestur á bóginn, uns hann var
þar yfir sem Þór öslaði í veg fyrir
sökudólginn. Snæfaxi miðaði síðan
togarann og lét Þór í té miðunina.
Hún staðfesti það að sá depill sem rat-
sjáin sýndi væri Van Dyck. Þurfti Þór
þá ekki frekar vitnanna við.
Að þessu loknu flaug Snæfaxi á nýjan
leik austur eftir og hnitaði hringa yfir
togaranum. Bensínforðinn minnkaði
meir og meir, uns auðsætt var að ekki
mundi undir eigandi að fljúga til
Reykjavíkur. Var þá ákveðið að fara til
Hornafjarðar, lenda þar og taka elds-
neyti. Þór nálgaðist nú óðum land-
helgisbrjótinn og þó að Sólfaxi, sem er
Katalínuflugbátur, sé ekki ýkja hrað-
fleygur, miðaði honum býsna vel. Þeir
Snæfaxamenn höfðu er hér var komið
verið á lofti í rúmar átta klukku-
stundir. Samt sem áður hefðu þeir
fegnir viljað verða sjónarvottar að
samfundum Þórs við hinn belgíska
þurs, en nú var ekki vænlegt að doka
lengur við. Þeir báru saman bækur
sínar við samherja sína á Þór og
Sólfaxa, kvöddu þá og óskuðu þeim
heilla, sendu Van Dyck hlakkkennda
hugsun og beindu síðan fari sínu í átt-
ina til Hornafjarðar. Lenti Snæfaxi á
flugvellinum við Höfn þegar klukkan
var fimm mínútur yfir hálfeitt. Þar
voru fylltir geymarnir og síðan lagt af
stað til Reykjavíkur. Þá var klukkan
tuttugu og þrjár mínútur yfir tvö. Var
flogin beinasta leið yfir hálendið og
lent á Reykjavíkurflugvelli þegar
klukkuna vantaði tuttugu mínútur í
fjögur. Voru þá liðnar tíu klukku-
stundir og tuttugu mínútur frá því að
Snæfaxi lagði upp í gæsluflugið!“
Loks lét skipstjóri sér segjast
„Þegar klukkuna vantaði tuttugu og
þrjár mínútur í tvö, munu þeir belg-
ísku hafa séð þriðju íslensku flugvélina
taka að sveifla sér um loftið yfir skipi
þeirra. Þar var Sólfaxi kominn á vörð.
Van Dyck stefndi nú til suðausturs, en
þó að ekki muni hafa verið sparað afl
vélarinnar, styttist óðum bilið milli
hans og Þórs. Síðasta klukkutíma
eltingarleiksins mun það hafa
minnkað um fullar sex mílur. Þegar
ekki var orðin nema ein og hálf míla
milli skipanna skaut Þór púðurskoti á
togarann. Stuttu síðar var skotið öðru
og þriðja. En togarinn hélt áfram för
sinni. Nú tók hann að fara í krappa
króka til þess að gera eftirförina
erfiðari. Auðsætt var að skipstjórinn
hugðist ekki gefast upp fyrr en í fulla
hnefana. Þór dró jafnt og þétt á
veiðiþjófinn, þrátt fyrir krákustígana,
og þegar hann var kominn á hlið við
hann var kúla sett í fallbyssuna og
síðan skotið fáum metrum framan við
stefnið á Van Dyck. Þá lét skipstjórinn
sér segjast. Hann stöðvaði skipið og
beið þess sem að höndum bæri. Þetta
var um tvöleytið aðfaranótt mánudags
og voru skipin stödd 50 sjómílur í
suðaustur af Ingólfshöfða.
Það var hægviðri og lítil ylgja í sjó.
Léttbáti Þórs var skotið út og róið yfir
að togaranum. Klifu upp í hann
Sigurður Árnason, annar stýrimaður
og einn háseti. Sigurður hafði með sér
skammbyssu og litla, sjálfvirka talstöð,
svokallað göngutæki. Hann gekk á
fund skipstjóra. Var skipstjóri úfinn á
svip og þá er Sigurður krafðist þess að
hann færi með skipsskjölin yfir í
varðskipið, aftók hann að hlýða.“
Málaþóf við skipstjóra - haldið
til Reykjavíkur
„Stýrimaður talaði við yfirboðara sína
og réðu þeir ráðum sínum. Síðan voru
sendir yfir í togarann fyrsti stýri-
maður, Haraldur Björnsson og
Kristján Sveinsson þriðji stýrimaður.
Var skipstjóra tjáð að flutt yrði yfir í
togarann viðhlítandi áhöfn og honum
siglt til Reykjavíkur. Nú runnu tvær
grímur á skipstjórann. Hann var þó
ekki á því að láta undan að svo komnu
máli. Hann bað um frest, kvaðst vilja
ná sambandi við yfirvöld í Belgíu.
Beiðninni var komið á framfæri við
Pétur forstjóra og Pétur bað fyrir þau
boð til skipstjórans að tilmælum hans
yrði ekki sinnt, enda gæti skipstjórinn
ekki vænt sér neinnar liðveislu frá bel-
gískum yfirvöldum. Skipstjóri hliðraði
sér enn hjá þeirri skipun að fara með
skjölin yfir í Þór, og var honum þá
tilkynnt að vafningaminnst yrði að
setja dráttartaug í Van Dyck og drösla
honum til Reykjavíkur. Skipstjóri varð
hvumsa við þessi skilaboð, en ekki var
hann samt af baki dottinn. Þá er hann
hafði hugsað sig um baðst hann þess
að hann fengi frest til að afhenda
skipsskjölin, uns hann hefði náð tali af
útgerðarstjóra skipsins í Ostende.
Þessi tilmæli voru flutt Pétri forstjóra
og þar eð veður var gott og útlitið
virtist nokkurn veginn einsýnt, ákvað
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
127