Blanda - 01.01.1918, Blaðsíða 12
Ekki er liirt hér um að halda rilhætti afskriptanna,
því að hann er í fáu eptirbreytnisverður. Þó er hann
sýndur á stöku stað i staðanöfnum og örnefnum.
En það er af þeim bræðrum ísleifi og Ólafi sýslumönn-
um — er gert hafa tvær merkilegar jarðabækur yfir Skapta-
fellssýslu, 1697 og 1708—1709, — að segja, að þeir voru
báðir ágætismenn. mikilhæfir, vitrir menn og vinsælir. En
litla sem einga þekkingu fá menn um þá né manngildi
þeirra af því, sem Bogi segir um þá i Sýslumannaæfum.
Um ísleif er þar ein blaðsíða, nær eintómar ættartölur1);
en um Ólaf eru þar rúmlega tvær blaðsiður, einnig me9t
ættartölur*). Til eru erfiljóð eptir þá báða, kveðin af
merkum samtíðamönnum, sem bæði skýra mikið æfiferil
þeirra beggja og lýsa þeim sjáltum merkilega. Eru þau
því merkari, sem sumir af höfundum Ijóðmælanna voru
ekki mjög skrumgefnir til hóls um menn að óþörfu, svo
sem þeír sira Jón Sigmundsson og síra Benedikt i Bjarna-
nesi. Á æfi ísleifs er einginn hlykkur né hrukka neinsstað-
ar, en um Ólaf segir sira Jón Sigmundsson, að hann liafi
stundum átt við ýmsu að sjá og ekki altaf liorft vænlega,
en alt þó farnast vel, og telur hann Ólaf ágætan mann.
Síra Benedikt lýsir Ólafi sem mikilmenni. Af erfiljóðun-
um sést það um æfiatriði ísleifs, að hann hefir verið 65
ára, þegnr hann lézt 1720, og hefir hann þvi verið fædd-
ur 16553); ennfremur, að hann hefir kvænzt 1686. En
um Ólaf fæsl sú fræðsla, að hann er fæddur 1638, reisti
bú 1663, var lögréttumaður (1677—1687), hreppstjóri bæði
i Mýrdal og Meðallandi, klauslurhaldari í Þykkvabæ full
30 ár (1686-1717), 28 ár í hjónabandi (1688-1716), 29
ár sýslumaður (1689—1717), lézt 24. Marts 1717, og var
grafinn á Dýrliólum 31. sama mánaðar. Fált eitt úr erfi-
1) IV, 618-619.
2) IV, 648— 650. — Úfgefandinn, Hannes skjalavörð-
ur Þorsteinsson, hefir bætt þar við ýmsum athugasemd-
um til bóta.
3) í Sýslumannaæfum IV, 619 er prentvilla „75“ og
„1645“. fyrir 65 og 1655.