Blanda - 01.01.1918, Blaðsíða 125
119
fólksfjölda. Eg vildi elcki láta hana vera við klaustr-
ið, hefði mér ekki orðið auðið aptur að koma. Haíði
hún svo hönd yfir klaustriuu í minn stað, Reynis-
umboði og hálfu íjórða skipi, sem eg átti í Mýrdal,
með því eina, sem var í Bólhraunum og hún lét vest-
ur koma um hauatið, hverju öilu hún góða forstöðu
veitti um veturinn og þartil eg aptur kom sumarið^
eptir á Vestmanneyja skipi, með kaupmanni Vilhjálmi
Rosenmejer. Þá eg hraktist nú í þessa útlögu-ferð
um haustið, fylgdi hún mér ausfur að Núpsvötnum,
og þó við vissum þá ekki annað íyrir en okkur mundi
ekki auðið verða aptur að sjást, hlaut það þó svo að
vera. Einginn veit, hvar hann á lífsstundunum að
eyða. Var eg svo 9 vikur í sjó, í miklum mótvind-
um og stórkostlegu óveðri, svo ekki sá annað fyrir en
vér mundum forganga á þvl og þvi augnabliki. En guð
leysti það vel af. Var eg svo til lossamentis hjá ein-
um beyki, Níels Ólafssyni og hans konu. Gaf eg 1
ríkisdali specie á liverja viku fyrir hús og kost. Alt
leið mór þar bærilega. Allir menn, meiri háttar og
minni, voru mér þá góðir í öllum atvikum og þægileg-
heitum. En þá eg hafði talað við minn prókúrator,
stefndi haun strax þeirra prókúrator minna kontra-
parta, sem var Andreas Losen, sá nafnkendasti tals-
maður. Kom þetta þingsvitnismál fyrir hæstarétt um
veturinn. Átti þá að verða sú ályktun, að vísa því
aptur inn í Islaud; en með því Maiestætið sat ekki
réttinn í það sinn, urðu þar tvenu vota, að það skyldi
leita kongsins andsvars hérum, hvað og strax á sama
degi var gert, af helzta assessori, hvar upp á hans allra-
náðugasta Maiestæt svaraði, sem var Kristján 6. (bless-
aðrar minningar), að það mætti ekki ske, þar eg hefði
orðið fyrir svo stórum skaða og svo löngu fordragi,
skyldi það endilega dæmast þar út, fyrir hæstarétti.
En með því kongur var þá reisuferðugur til Holstein