Blanda - 01.01.1918, Blaðsíða 112
106
hún upp öndina mjög hægt, og kúrði eg þá fyrir
framan stokkinn hjá henni, á meðan alt þetta afgekk.
Guð veit, hvað það kostar, en það gleður mig, að sál-
ir réttlátra eru í hendi drottins og eingin pina snertir
þær. Eg kem til þeirra, en þær ekki til mín. Hafði
eg þá legið mestallan veturinn áður af aðskiljanlegu
tilfelli, sem eg meiddi mig, sem merki eru til. Henn-
ar likami hvilir í Hykkvabæjarklausturs kirkju, sunn-
an við altarið, en sálin í hendi drottins. Hennar út-
för skeði annan í páskum1), og var textinn í hennar
útfararminning: Yertu hjá oss, herra, því að kvölda
tekur og á daginn líður, — sem eg alla uppskrifaða
hefi á bók, eptir síra Jón Sigmundsson sáluga2).
Húu burtkallaðist, þá hún var að aldri 39 ára.
Guð gaf okkur saman 10 börn, af hverjum 3 sáluðust
fyrir hennar viðskilnað, Sigurður, Sigmundur og Páll,
sem hvíla í guðsbarna reit, Ytri Sólheima kirkjugarði,
fyrir austan kórgaflhlaðið, undir litlum krossleiðum,
næst við þau stærri, en þeirra sálir í drottins friðar
faðmi. 7 voru eptir lifs, mjög ung. JÞessi mín bless-
aða kona afstóð marga og mikla þjáning af veikind-
um barnburðanna og öðrum, sem og veraldarinnar að-
kasti, sem við máttum líða og síðar skal minst verða,
hvað hún umbar alt þolinmóðlega með góðu umburð-
arlyndi, því hún var mikið vel að sór í guðs orði,
vel ment til munns og handa, skýr og hæglát. Hvern-
inn minn hagur stóð þá eptir, vissi og áleit guð, en
þeir, sem svoddan reynt hafa, kunna því nærri geta.
Eg var svo þar eptir í einstæðingsskap i 2 ár,
þar til guð sjálfur sendi mér í þessu raunastandi,
þá blessuðu konu, sem eg enn á, æruprýdda og dygð-
um gædda ýngisstúlku, Sigríði Böðvarsdóttur, til hverr-
1) þ. e. 29. Marts 1723, eða 1. Apr. 1720.
2) Lézt 1725, 88 ára.