Blanda - 01.01.1918, Blaðsíða 190
184
mikið sjúk fyrir hjartanu, þó eg hafi verið það áður,
en eg hefi fengið meðöl móti því.
Systir konunnar, Þrúður Dagsdóttir, sem sömuleiðis
var hér sængurliggjaudi til staðar, er mjög veik og
hefur lítið mál og rænu, hvers vegna rétturinn lætur
hennar examination að sinni hjálíða.“
Nú mætti fyrir róttinum vinnumaður Gríms, Magnús
Jónsson. Hann vissi ekkert um barsmíðið af eigin
heyrn eða sjón. En hann vissi ýmislegt annað,
sem ekki var Grfmi í vil, svo sem að Breckmann og
koua hans hefðu kvartað yfir því, bæði fyrir sér og
öðrum, að þeirra góss hafi verið „ruinerað11 af Grími
og konu han3 í fjarveru þeirra. Ennfremur veit hann»
að aðskiljanlegt rusl, svo sem thebollar, var komið til
Grfms út i norska húsið. Ennfremur segist hann hafa
heyrt, að þau Breckmannshjón hafi fundið um hátta-
tlma pott með eldglæðum, settan út undir súðina. Lfka
hafi hann heyrt Breckmann segja, að Grimur hafi gef-
ið sér forgipt í glasi, og verið veikur af þvi mikinn
part af deginum eptir.
Þá mætti fyrir róttinum Óshildur Pálsdóttir. Um
eldspottinn vissi hún ekkert og heldur ekki neitt um,
að Grimur hafi gefið Breckmann ueinn drykk, sem
honum yrði ilt af. Um iunganginn að barsmíðinni
bar hún nákvæmlega á sama hátt og Þórunn, (Þórunn
var búin að fá hana til þess). En um áverkann ber
hún svo: „Eg sá að Breckmann þá fór með inn í
stofu, og fleygði henui á gólfið, og fletti fötunum fram
fyrir höfuðið á henni, og barði hana í þrjár reisur upp
undir lífið með stígvéluðum fótum, hélt sjálfur í fæt-
urnar (sic) á henni, en móðiriu í hárið. Hann skipaði
mér héreptir til skrattans út, og fór eg þá i kokkhús-
ið, og heyrði þar, að hann skipaði konunni sinni að
fá sór hnifinn,^ og rista haná á kviðinn, hún fór
að leita, en fann hann ekki, þvi eg átti hnifinn,