Blanda - 01.01.1918, Blaðsíða 195
189
ara aðspurð segir hún, það kafi smakkað sem edik og
brennivín með uokkra beizku saman við, fór það upp
úr mór strax, og allur sá matur, sem eg hatði borðað
daginn fyrir .... Maðuriun minn sagði mór, að sór
hefði verið gefið af Grími nokkuð morautt í rennandi
fullu glasi . . . Hann segist haía drukkið hálft glas-
ið, og var hann veikur tvo daga eptir, svo livít froða
gekk bæði upp og niður af lionum. 2. Hvernig gekk
til með sjálft slagsmálið, og næstu orsök þar til? Sv.
Þau sveltu okkur í 3 daga, og alls einu sinni fengum
við lítið kál með hnútu í, og svo fúið heilagfiski, að
svínið vildi ekki eta það. Um morguninn, sem hún
var barin, fengum við ekkert, og ekkert bauð hún
okkur um kveldið. Um daginn seinna fengum við svo
sem 3 merkur af káli og eitt stykki út í því. Mað-
urinu minn sló hana svo í okkar stofu með flötu stíg-
vélinu og höndunum á lærið og bakið, en eg sló hana
með höndunum nokkra snoppunga . . . Eg kann ekk-
ert um að bera, hvort hann sparkaði i lifið á henni,
og kann það gjarnan vera, þvi eg tók ekki eptir þvi,
og þori ekki að afsverja það. Grímur hafði sagt mór,
hún væri ólétt, en eg sagði ekki Páli það, en eg aptr-
aði honurn nokkuð frá því. Ekki sá eg hann berði
hana á brjóstið . . . Lítilsháttar kann það hafa verið,
að Páll hafi dregið hana um gólfið, en enginn tók í
hennar hár. Eg sagði við Pál: það er mátulegt, að þú
berjir hana, þvi hún hefur til þess unnið. Þegar hann
ætlaði að gripa fyrir hálsinn á henni, tók eg um hend-
urnar á honum, og aptraði honum frá þvi. 3. Hvar
var Þrúður meðan á þessu stóð? Sv. Hún lá inn i
stofunni, og þóttist vera veik eða hálfvitlaus, og rák-
um við hana burt um kveldið. Aðspurð hvort æð
hefði ekki blætt henni (Þrúði), á hverri henni var tek-
ið blóð um daginn, svarar hún, að það hafi hún ekki
séð undir svarinn sáluhjálpareið. 4. — — 5. Hafið