Blanda - 01.01.1918, Blaðsíða 188
182
hann ekki. Svo fór hann fram f kokkhúsið, og fór
að leita að fejekúst af hrísi, sem þar átti að vera, og
ætlaði að hýða mig með honum. Áður ætlaði hann
að taka fyrir hálsinn á mér og stíga fætinum ofan á
hann, en ekki varð af þvi. Hann fann ekki sóflinn,
og á meðan gat eg komizt upp, þó hún vildi hindra
það, en eg komst út og fram í göngiu; þar kom hann
móti mér, og setti fótinu fyrir bringspalirnar, svo eg
datt strax aftur á bak, svo barði hann mig nokkuð,
en ekki mikið, með fótunum, svo eg gat staðið upp
aptur og fór að gera hann góðau, sem mér tókst. í
því kom móðir mín út úr stofunni og spurði, hvort
hann væri farinn að iáta mig viila sig. Hún sagði
hann skyldi taka til aptur og berja mig meira, svo
þau gerðu það nokkuð. Svo hrundu þau mér út úr
suðurdyrunum. Móðir mfn ætlaði þá inn til Þrúðar, og
sagði hún skyldi fá annað eins, hversvegna eg náði
Þrúði, sem klæddi sig i ofboði, út af dyrunum. Þá
tók stjúpfaðir minn í handleggiun á henni, hvar henni
hafði verið tekið blóð á um daginn, svo heuni fór að
blæða, og linaði ekki fyr en seint um nóttina, hvaraf
hún varð mikið sjúkari. Óshildur kom í þessum svif-
um frá Laxdalshúsi1 2), eður þar í grend frá, og Magn-
ús var kominn fyrir, þáverandi vinnumaður okkar, og
beiddum við þau að ná sængurklæðunum út, og þau
gútu það, en eg fór með Þrúði hingað í búðina,a) að
hverri eg hafði lykilinn . . . Hór um bil kl. 11 var
þetta fyrst fyrir bí. 4: Hvaða verkanir funduð þór á
yður af þessari misþyrmingu? Sv.: Strax fann eg fyrir
brjóstinu óbærilegan verk og sviða; daginn eptir kom
1) Lnxdalshús vnr hérumbil þar sem Thorvnldsens-
basnr er nú, en Breckmannshús í Hafnarstrœti, þnr sem
hús Gunnnrs Gunnarssonar er, eins og áður er sngt.
2) þ. e. verzlunarbúð Gríms,