Blanda - 01.01.1918, Blaðsíða 172
166
vlgður þangað 1723, og þjónaði þvi brauði til 1748.
Foreldrar sira Jóns voru Guðmundur lögréttumað-
ur, i Hleiðargarði í Eyjafirði, Ólafsson og Haldóra
Brandsdóttir. Kona síra Jóns hét Guðrún Ingimund-
ardóttir. Sonur þeirra einn var Ólafur; var hann, að
þvi er segir i Presta og prófastatali1) íseddur 2. febr.
1735, en eptir vottorði síra Eiríks Þorleifssonar, séin
lagt var fram í máli Gríms, telur sira Ólafur sig sjálf-
ur i sálnaregistri Svalbarðssóknar, 52 ára í marz 1785;
ætti hann þvi að vera fséddur 1733. Þegar Ólafur
var 9 vetra gamall tók síra Þorleifur Skaftason í Múla
hann til uppfósturs, og eptir dauða lians, sira Jón son-
ur hans. Kendi hann Ólafí undir skóla. Ólafur út-
skrifaðist úr Hólaskóla 1759, varð árið eptir djákn að
Möðruvallaklaustri, vfgðist 1761 prestur að Svalbarði
í Þistilfirði: varð 1786 prestur að Kvíabekk i Ólafs-
firði. og andaðist þar 1794. Hallgrímur djákni lýsir
honum svo, að hann hafi verið blíðlyndur, meðaumkvun-
arsamur og brjóstgóður. Síra Ólafur var tvíkvæntur;
fyrri kona hans var Margrét Jónsdóttir Jögréttumanns
á Einarsstöðum i Reykjadal, systir síra Ingjalds í
Múla. Með henni eignaðist liann 3 syni: Jón, var i
skóla, en andaðist ungur, Jóhaunes, er prestur varo i
Vesturhópshólum, og Grim þann, er hér segir frá.
Grirnur er fæddur árið 1775, en dag vita menn ekki,
þvf svo segir síra Eirílcur Þorleifsson, er hann var
beðinn um fæðingarvottorð Gríms, sem leggja átti frarn
i málinu: „Vegna þess að sú kirkjubók, sem brúkuð
hefir verið í tíð sr. Ólafs, segir ekki glöggar frá um
fæðing og skírn Gríms Ólafssonar, en svo að árið
1775 hafi skírður verið Grfmur Ólafsson osfrv."
Ura uppvöxt Gríms er lítið í frásögur fært, en
eptir því, sem Espólín segir,2) á hann að hafa Véri^ 1
1) bls. 173.
2) Árbækur XI. deild bls. 90..