Blanda - 01.01.1918, Blaðsíða 241
23B
ur kom hingað til landa sinna ættmanna, og forfaðir
hinnar hérlendu Zoegaættar. Yar hann skipaður
fangavörður einmitt vorið 1787, um sama leyti og
Henrek Scheel, danskur maður, varð forstöðumaður
(ráðsmaður) hegningarhússins. Síðustu æfiár sín var
Arnes niðursetningur íEngey, og andaðist þar 7. sept.
1805, þá talinn 91 árs að aldri, en hefir eflaust ekki
verið eldri en 86 ára, því að í manntali Reykjavíkur-
sóknar 1784 er hann talinn 65 úra, og ætti þvf að
vera fæddur um 1719. En um 1790 hækkar aldur
hans skyndilega í manntalsskýrslunum, svo að 1792
er hann talinn 78 ára, og á því mun aldur hans bygð-
ur er hann andaðist. Hefir hann sjálfur að líkindum
iækkað aldur sinn, til muna, til þess að losna því
fremur úr hegningarhúsinu. Það má því telja víst,
að hann sé fæddur laust fyrir 1720 (þ. e. um 1719)
°g hérumbil 5 árum yngri en Ejalla-Eyvindur, er var
fæddur um 1714. Um þá félaga eru miklar sagnir
1 Isl. þjóðsögum og viðar, eins og kunnugt er. Máls-
skjöl með alþingisdómi um Arnes 6. júlí 1765 eru í
Þjóðskjalas. A. 104, og eru þar allmiklar upplýsingar
U£u æfiferil hans, en einkennilegt er, að hann neitar
fafnan harðlega að hafa nokkru sinni legið úti á fjöll-
Um eða þekkja nokkuð til útileguþjófa, en viðurkenn-
lr þó bæði sauða- og peningastuld, segist þá, 1765,
Vera 37 ára gamall, og ætti þá að vera fæddur um
1728, en það er ekki að marka.
(H. Þ.)
Hú í næstliðnum septembermánuði var okkur sagt í
verklag með Arnesi, eptir lestur á sunnudegi, fífu að
taka, sem við og gerðum í veikleika, en þá við vorum
komin á leiðina frá húsinu, segir Arnes til okkar, að
nu se djöfullinn búinn að hnýta í helvítis kjaftana á
okkur og vissi ei, hvert hann ætlaði að teyma okkur.