Blanda - 01.01.1918, Blaðsíða 136
130
hans Guðríinu Jónsdóttur1), sem bæði voru uppalin í
Hólasókn — og skírður samdægurs eptir messu af
Halldóri prófasti Jónssyni; ólst hann upp hjá þeim,
þangað til hann var 18 vetra. Snemma lýsti sér hjá
honum talsverð námfýsi, því þegar hann var 4 vetra,
og móðir hans íór að láta Sigurð bróður hans stafa,
sem var 2 árum eldri, þá kom Björn, sem átti að vera
að tægja ull, þangað, sem hún var að láta Sigurð stafa
í öðru húsi, og beiddist að mega, til skipta við Sig-
urð, 'staía í sinu kveri, því þeim hafði verið gefið
sitt kverið hvoruru, og var svo áfjáður um það, að
hann þrátt fyrir ávítur og forboð móður sinnar kom
3 daga í röð, svo að faðir hans varð þá að skera úr
málunum, og sló i hann fyrir áleitnina, en sagði þó:
Illt er það drengur minn, ef þú þarft að gráta af því,
að þú fáir ekki að læra að lesa, og varð af því sá
árangur, að aðrir lásu ekki húslestra þar í húsi eptir
það Björn var 6 vetra. Aldrei vildi hann næmur
heita, en þó gekk honum betur allt nám, en bræðrum
hans, sem eldri voru, og mun þftð. hið fýrra hafa að
nokkru leyti komið af þvi, að hann vildi ekk'ert það
nema, sem hanu ekki skildi nokkurn veginn til hlítar.
Lestur hans var orðinn svo hljóðbær, þegar hann var
6 vetra, að frú Ingibjörg Sigurðardóttir, kona Gfsla
biskups, boðaði hann til sín einn sunnudag, til að
heyra lestur hans, og gaf honum að lestrarlaunum
Ólafs sögu Tryggvasonar. Hjá Gísla biskupi var hann
í svo miklu afhaldi, að ætíð þegar honum var lofað
til kirkju, tók biskup hann og sat undir honum, og
og hafði við hann gamanræður. Faðir hans hólt mjög
1) Guðrún var laundóttir Jóns Höskuldssonar frá
Narfastöðnm Hrólfssonar og Arnbjargar Jónsdóttur á
Merkigili Rafnssonar, systur Árna prests i Fagranesí (+
1778).