Blanda - 01.01.1918, Blaðsíða 206
200
hami til yfirheyrslu úr tugthúsinu á bæjaríógetaakrif-
atofuna, sem mun hafa verið í Aðalatræti, þar sem
Braunsverzlun er nú, taka það fram sem vott ura hið
gagnstæða, að hann hafi beiðst þess, að þeir faru
með hann „over Marken“, þ. e. Austurvöll, því hann
fyrirvarð sig að ganga eptir götunni, Austurstræti.
Þrúður gekk líka frá öllu saman fyrst í stað, sérstak-
lega hélt hún því nú fram, að hún hefði sett pottinn
upp á lopt í þeim einum tilgangi, að taka burt ólykt,
sem átci að vera megn þar uppi vegna fylliríis-spýju
úr þeim Breckmannshjónum. Voru þetta samantekin
ráð þeirra Grims, en það stoðaði lítt, enda gaf Þrúð-
ur sig fljótt aptur.
Dómur í héraði féll svo, að Grímur var dæmdur
til að hafa fyrirgjört æru, lífi og lausum aurum, Þrúð-
ur til að hafa forbrotið sitt líf og lausa aura til kon-
ungs, Þórunn í 4 mánaða erfiði í því íslenzka tugt-
húsi, og Gyðríður til að kagstrýkjast og erfiða sína lífa-
tíð í Kaupmannahafnar tugthúsi. Að Þórunn slapp
með svo væga hegningu, kom til af því, að hún með-
gekk aldrei, að hafa verið í vitorði um tilraun þeirra
að svæla Breckmannshjónin inni.
Ýmsar fleiri persónur voru sakaðar um ýmislegan
verknað annað hvort í beinu sambandi við þetta mál,
eða óbeinlínis, en það þykir óþarft að minnast frekar
á þetta fólk, þvi athæfi þess hefur litla þýðÍDgu fyrir
aðalmálið.
Eins og sjálfsagt var, var málinu áfrýjað til lands-
yfirréttarins, og er dómur hans i málinu prentaður í
I. bindi landsyfirréttardóma 1800—1873 bls. 106—
117. Það er auðséð á þeim dómi, að Magnús gamli
Stephensen hefur samið hann; því hann líkist frerrur
varnarskjali fyrir Grím, en óhlutdrægum dómi. Alt er
reynt til að færa til betra vegar, og t. a. m. skjala-
fölsuninni, sem var alveg skýlaus, er alveg slept. SanÝ