Blanda - 01.01.1918, Blaðsíða 176
170
sama dag samþykthéraðsdóminn, var hann afhentur öko-
nomus Guðmundi Þórðarsyni, sem þann 4. marzbjó hann
út til fiskiróðra samkvæmt reglugerð tugthússins ásamt
fleiri tugthúslimum, því vertiðin var þá byrjnð. Meðan á
vertíðinni stóð, varð hann eins og aðrir tugthúslimir, að
dvelja um nætur utan tugthússins, enda er það hvergi
bannað, og vera til taks hvenær sem formaðurinn kall-
aði hann,'eins og aðra háseta, til róðra, hvort sem hann
vildi róa úr Keflavíkur, Hafnarfjarðar eða Reykjavík-
ur héraði, því formaðurinn einn ræður því, hvaðan
heppilegast er að leita fiskjar. Auk þess þykir sjó-
mönnum oft heppilegra að róa til fiskjar um nætur, en
þá er tugthúsið lokað, og á að vera lokað, og er fyrst
opnað kl. 6 órdegis, samkvæmt reglugerðinni. Þetta
hefur tíðkast í 44 ár, eða síðan tugthúsið var stofnað
á íslandi. Eptir að Grimur hætti að róa, var hann í
vinnu hjá faktor Böye. Hvort ökonomus Thordersen
hafi nokkru sinni leyft honum að vera utan tugthúss-
ins um nætur meðan hann var í vinnunni, þar sem
hann þurfti bæði seint og snemma að vera til taks,
hvort sem honum var skipað að róa, eða vera við fisk-
flutning fram á nætur, ef þess þurfti við, eða hvort
hann hefur sofið f tugthúsinu, veit eg ekkert um, því
að eg bý, af forstjóranna hálfu, lengst frá Reykjavík.
En hitt er víst, að stjórn hússins hefur aldrei gert
fyrirspurn um það, og þvi síður leyft það, þótt verzl-
unarmaður, sem ræður til sín tugthúslim svo mánuðum
skiftir gegn föstu kaupi, virðist eiga að hafa sama rótt
yfir þeim, sem formanni er talinn sjálfsagður gegn há-
setum. Aftur á móti eiga þeir limir, sem að eins erfiða
einn og tvo daga í einu, og hór og þar, að halda sér
við tugthúsið, og hlýtur þetta að vera óvefengjanleg
meining konungsbréfs 26. júní 17891), þvi annars g**1
*) Eptir 2. gr. kgs bréfsins eiga þeir tugthúslimir, sem