Blanda - 01.01.1918, Blaðsíða 322
316
kirkjunni enn, ívnr lézl í Noregi 1371, sama ár og faðir
hans. Kona hans var Margrét Özurardóttir. Hán var
enn á lifi 1422, og hefir hún verið miklu yngri en Ivar,
scm varla er fæddur miklu síðar en 1325. Mun húu síð-
nn hafa haft búnað á Strönd og í Brautarholti og viðar
með Sundum, þar til Vigfús Ivarsson Hólmur, sonur þeirra,
var vaxinn. Vigfús gerðist hér hirðstjóri 1390, og lézt
nálægt 1419. Strönd var eitt af höfuðbólum hans. Bú
Imfði hann og i Brautnrholti og á Hofi á Kjalarnesi, og
voru þær jarðir þó öðrum til erfða fallnar i pligunni
1402—14031). Kona hans var Guðríður Ingimundardóttir,
Óþyrmissonar, af Rogalandi. Áttu þau fjölda barna. Einn
sonur þeirra hét Erlendur; annar var ívnr, er inni brann,
en dóttir þeirra var Margrét, er giptist Þorvarði Loptssyni
á Möðruvöllum 1436. Með henni fékk Þorvarður Strönd,
þótt sérstaklega sé til nefndar Hlíðarendaeignir, er Mar-
grét leggi til hjónalagsins*). Á Strönd hafði Þorvarður
siðan eitt af stórbúum síuum; hin voru á Möðruvöllum,
Hlíðarenda og Eiðum8). Eptir dauða Dorvarðs 1446 hélt
Margrét uppi sömu búrisnu og höfðingsskap og áður, og
dreifði ekki eignum sínnm, þar til börn hennar komust
upp. 1460 gipti Margrét Guðriði dóttur sina Erlendi Er-
lendssyni, Narfasonar, Vigfússonar, Flosasonar, og sam-
einaðist Erlendsættin þar aptur, og kom þar saman mikið
fé. Erlendi fylgdu Kolbeinsstaðaeignir og Teigseignir í
Fljótshlfð, en Guðríði Hlíðarendaeignir og Strönd með
öðrum jörðum í Selvogi og með Sundum. Erlendur gerð-
ist síðar sýslumaður í Rangárþingi, og hafa þau Guðrfður
haft bú á öllum þessum höfuðbólum. Árið 1495 um vet-
urinn 3. Marts1 2 3 4) eru þau bæði á Strönd í Selvogi, og hafa
þá búið þar og haft þar vetursetu. Það ár hverfa þau ur
sögunni bæði, og hafa þau dáið þá (1495) úr drepsóttinni,
liklega á Strönd og liggja i Strandarkirkjugarði. Eptir
þau hefir Þorvarður lögmaður sonur þeirra búið á Strönd.
1) Fornbiéfasafn IV, Nr. 600.
2) Fornbr.s. IV, Nr. 601.
3) Fornbréfasafn IV, nr. 720.
4) Fornbr.s. VII, Nr. 303.