Blanda - 01.01.1924, Blaðsíða 35
29
Svo fór sem fyr með þessa útvegi, að eg gat ekki
•þetta kloíið fyrir það, að maður nokkur þar á Slótt-
unni, að nafni Stefán Skaptason, sem haíði eyðikotið
með ábýli sinu, bægði mér frá, og stóð faet á móti,
að eg gæti þar til náð1 2 3). Þegar eg sá þes3u lokið
fór eg enn til í þriðja sinn og sótti um hjá amt-
manni að mega byggja eyðijörð á svonefndum Bleiks-
mýrardal, sem liggur fram af Fnjóskadal í Norðursýslu,
hver allur var byggður að fornu, og er kongs- og
klausturland, og á nokkrum stöðum enn nú byggileg-
ur. Til þessa áforms ásetti amtmaður sér að styrkja
mig til hlítar, og skrifaði nú i kansellíið"), en þá var
eg svo óheppinn, að áður en svarið kom til baka að
utan andaðist herra amtmaðurinn, en veturinn eptir
lét Munkaþverárklausturhaldarinn Ari Sæmundsson
birta mér í gegnum Siglufjarðarhreppstjórann svonefnda
og látandi kopíu af svarinu frá kanselliinu0), sem eptir
fýlgir:
„Amtið hefur í bréii af 20. Mai s(íðast) liðna með-
deilt mér bréf af 19. Febr. s. á., hvar með til kynna
gefst íyrir Höskuld Jónsson, að eptir þeim upplýs-
ingum, sem inni haldist i amtsins bréíi af 28. Sept-
ember fyrra ár4) og í áreiðargerð þeirri, sem þvi
bréfi fylgdi, verður að álitast, að Munkaþverárklaust-
urshluti af hinum svonefnda Bleiksmýrardal ekki sé
vegna ásigkomulags og afstöðu hæfur til þess, að
þar stofnsetjist nýbýli, og því gæti bænarskrá Hös-
kulds Jónssonar þar um ekki tekizt til greina. Mín
1) Stefún Skaptason ú Asmundarstöðum, bróðir Jóseps
lœknis í Hnausum, drukknaði 30. april 1842.
2) Mun eiga að vera: rentukammerið, sbr. síðar.
3) Á að vera: rentukammerinu.
4) Af dagselningu bréfsins sést, að það er ekki Gjami
amtmaður, sem hefur ritað stjórninni um þessa beiðni Hös-
kulds, þvi að amlmaður var þú andaður (ý 24. úgúst 1841).