Blanda - 01.01.1924, Blaðsíða 120
114
an þeir lifðu báðir, og séra Einar væri sóknarprestur
kans, því að Eyvindur sagði, að prestur hefði enn tvö
mál á prjónunum gegn honum. Komu þeir báðir út
hingað það ár (1740), og héldu illindin milli þeirra
áfram, þvi að séra Einar vildi gera hann ærulausan
fyrir meiðyrðin, er hann hafði ekki getað fengið dæmt
um í hæstarétti, og Eyvindur vildi ekki vera til altaris
hjá honum, og vitnaði til konungsleyfis, en virðist ekki
hafa getað sýnt það, og bannaði biskup prestum að
taka haun til altaris, en úrskurðaði Eyvindi opinberar
skriptir fyrir að vera ekki til altaris hjá sókuarpresti
siuum. En 8. des. 1741 er dagsett konungsbréf til bisk-
ups, að Eyvindur mætti vera til altaris hjá hverjum
presti, sem hann vildi, samkvæmt leyfisbréfinu frá 20.
júní 1740, er biskup hafði rengt. Jafnframt fékk Ey-
vindur konungsleyfi 15. des. 1741 að vera laus við að
standa opinberar skriptir, er biskup hafði úrskurðað,
svo að biskup bar einnig skarðan hlut frá borði gagn-
vart Eyvindi i þessu. Þó bannaði biskup síðar (17. okt.
1742) séra Benedikt Jónssyni á Felli í Mýrdal, er hafði
tekið Eyvind til altaris, að gera það eptirleiðis, nema
Eyvindur hefði hegðunarvottorð frá sóknarpresti sín-
um séra Einari, en það hefur naumast legið á lausu,
þá er prestur vildi gera Eyvind ærulausan og láta
biskup skipa prófasti að rannsaka háttalag hans. Bisk-
up ritaði þá séra Einari (haustið 1742), að úr því að
Eyvindur væri tekinn úr umsjón hans þurii hann ekki
að hugsa um hann lengur, eða hafa samvizku af fram-
ferði hans, en satt verði hann að segja í vottorðum
sínum um hann, án þess að tína upp allt, er hann viti
ljótast í fari hans. En svo er að sjá sem séra Einar
'hafi v'erið á aunari skoðun um þetta, því að 11. jan.
1743, mánuði áður en biskup anda.st, þaggar hann
niður i séra Einari, og telur tilgangslaust að láta
prófast skipta sér nokkuð af þessu, kveðst furða sig á,