Blanda - 01.01.1924, Blaðsíða 190
184
Séra Oddur Þorvarösson
á Reynivöllum (ý 1804) var stór vexti og talinn raat-
maður raikill. Synir Ólafs stiptamtmanns gerðu gys að
honum, er hann kom í Viðey og kölluðu hann „Skyr-
augnaglúmu. Sagði einu þeirra (líklega Björn sekreteri)
að séra Oddur hetði borðað þar í einni máltíð 18
harðsoðin æðaregg og 3 þumlunga borð af súru skyri
i tunnusá, án þess að nokkur votur dropi hefði verið
út á, og drukkið á eptir 18 bolla af kaífi, og segir
Bjarni amtrnaður, að þetta ura kaffidrykkjuna hafi
verið satt, því að frú Þuríður Gröndal, er þá var þjón-
ustustúlka í Viðey, hefði sagt sér það, og frú Sigríður
kona stiptamtmanns hefði hellt í bollana fyrir hann,
en ura skyr- og eggjaátið muni hafa verið inikið ýkt.
Segir Bjarni, að ekki mundi á þeim tímuin hafa ætl-
að verið, að ein dóttir séra Odds (Guðrún) giptist ein-
ura af sonura stiptamtraanns (Stefáni amtm. Stephen-
sen’). Bjarni segir og frá því, að Benedikt Grön-
dal hafi átt tik, er „Tispa“ hét, er hann fékk hjá Wibe
amtmanni á Bessastöðum (sbr. ;,Tíkarvísur“, eptirraæli,
er Gröndal orti eptir Tispu: Ljóðmæli hans Viðey
1833, bls. 183—184). Bjarni kvaðst einu siuni hafa
riðið með Gröndal frá Nesi til Reykjavíkur og mætt
þá séra Oddi á Reynivöllura þar í túninu. Sóra Oddur
þandi klárinn, er hann sá heldristéttar mann koma ríð-
andi á móti sér, því að þá var jafnvel enn eptir eim-
ur af eldri sið. Tíkin hljóp undir hestinn, svo að prest-
ur féll af baki, hrökk þá um leið af honum þríhyrnd-
ur hattur, er hann hafði á höfðinu og parrukið. Bjarni
kvaðst hafa farið að hlæja, eins og siður unglinga sé,
en Gröndal hafi skipað sér að halda áfrara, sett höf-
uðbúnað prests í lag, og haldið svo leiðar sinuar.
1) Onnur dóttír séra Odds, Gróu, var inóöir Jóns Hjalta-
lins landlæknis. (H. Þ.)