Blanda - 01.01.1924, Blaðsíða 122
116
drægni Bjarna sýalumanns, er dæmdi Eyvind til að
sleppa helming klausturjarðanna við Jón, samkvæmt
uppgjöfinni, og ákvað sýslumaður, hverjar jarðir hvor
þeirra hefði, en um húsbrot Jóns Sigurðssonar á klaustr-
inu neitaði sýslumaður að yfirheyra vitni. Einnig var
Eyvindur dæmdur í sektir fyrir samningssvik, en hann
kærði þegar sýslumann fyrir amtmanni, og stefndi hon-
um til Kleifaþings 29. júni 1746 til að vitna um, hver
stilað hefði samninginn á alþingi 1745, og einnig fyr-
ir aðtekt á tré á rekum klausturjarðanna. Jón í Holti
kærði og mál þetta fyrir amtmanni 11. nóv. 1745, og
virðist þar meðal annars sneiða að séra Einari, að
hann hafi spanað Eyvind til þessara svika, því að hann
segir, að hanu (Eyvindur) geri þetta „framar fyrir upp-
liissan og áeggjan fyrverandi síns og míns contraparts
en af sjálfs illmennsku, þess, segi eg, sem vill bæði
konum og mér alla timanlega ólukku". Af þessu er að
sjá, sem Jón væni séra Einar’heldur en ekki um óheil-
iudi og illvilja gegn Eyvindi, hvað sem í því kann að
vera hæft. En vel má vera, að séra Einari hafi ekki
verið svo leitt undir niðri, að í odda skærist milli þeirra
Jóns og Eyvindar, svo návenzlaðra manna. En þessi
málaferli urðu ekki langvinn, því að Eyvindur átti nú
skammt eptir ólifað. Reið hann til alþingis 1746 í þessu
máli sinu við þá Bjarna sýslumann og Jón, því að
hann hafði stefnt þeiro báðum þangað fyrir Kleifadóm
haustið áður, og sótti sjálfur málið í lögréttu 11. júlí, en
svo veiktist hann þar á þinginu og gat ekki haldið
málinu fram daginn eptir. Var þá Skúli Magnússon
sýslumaður skipaður sækjandi málsins, og 15. júlí féli
dómurinn, og gekk málið á Eyvind, því að Kleifadóm-
ur Bjarna sýslumanns var staðíestur um gildi samn-
ingsins milli Jóns og Eyvindar, og skyldi Eyvindur
greiða 3 hndr. á landsvísu fyrir ósannaðar sakargipt-
ir og i málskostnað til Bjarna sýslumanns, en 1 hndr.