Blanda - 01.01.1924, Blaðsíða 298
292
ekki veriö hinn rétti faöir barnsins tímans vegna.
Var svo barni'ö kennt Brynjólfi Gíslasyni frá Hösk-
uldsstööum í Breiödal, er nokkur ár haföi veriö í
Hólaskóla, en kom ekki til skólans haustiö 1718, þá
er hann vissi, hvernig komiö var, gekkst þó síðar
við faöerni barnsins.11) En Guörún Aradóttir
giptist síðar lítilsháttar manni, Vigfúsi Ólafssyni,
er kallaður var Svarti-Fúsi, og bjuggu þau á Finns-
stö'ðum í Kinn og Syðra-Fjalli í Aðaldal. Mælt er,
að Valgerður biskupsfrú, móðir Jóns, hafi ætlað
honum göfugt kvonfang, en Jón lítt viljað sinna
því, og gerðist harin þunglyndur, þá er honum var
meinað að fá Guðrúnar; hefur og ef til vill verið
orðinn eitthvað veiklaður á geðsmunum, eins og
móðir hans var og faðir hennar hafði verið. Féllst
Jóni svo rnikið um allt þetta, að almælt er, að hann
liafi tekið eitur (skeiðvatn), og andaðist þegar
þar í kjallaraba'ðstofunni12) að kveldi 4. febrú-
ar13-) 1719. Eru sagnir um, að hann hafi séð sig
um hönd. er hann hafði tekið eitrið og beðið um
að fá nýja mjólk, helzt úr þrílitri kú, en sagt, að
móðir hans hafi tafið fyrir ])vi, og mælt, að hún
vildi heldur, að hann dæi en fengi stúlkunnar; einnig
er sagt, að svo hafi verð tilstillt, að skipt var um
kýrnar, að óvilja þess, er nnjólkina sótti. Mun þetta
hafa verið almenn sögn í Skagafirði um fráfal!
Jóns,14) og þessvegna er þessa hér getið. Eru og
enn fleiri sagnir um Jón, t. d. um orðahnippingar
hans við Benedikt Bech sýslumann, að Jón hafi
átt að segja við hann: ,,Ekki verður þú jafnstæltur,
er selurinn rífur þig,“ en Benedikt þá svarað; ,,Ei
mun eg þó drepa mig sjálfur." En hvað sem hæft
kann að vera í sögnum þessum, þá er það víst, að
Jón var mesti gáfu- og hæfileikamaður, og svo sagði
Arni Magnússon, að Jón Einarsson skólameistari