Blanda - 01.01.1924, Blaðsíða 80
74
eyjar; var prestur þeim þá afarbiíður, því manna var
hann sáttfúsastur. Markús prestur átti Sesselju Jóds-
dóttur prests yngra Halldórssonar. Hún var ósnotur
kona, stór vexti og ekki frið sýnum; lagðist og held-
ur orð á Markús prest um kvennafar; var hún og hrædd
um hann, og hafði stundum á orði að skilja við hann
og fara til frænda sinna, einkum til Finns biskups, er
þau voru bræðrabörn; þó varð ekki af því. Þær voru
dætur þeirra: 1. Hólmfríður, giptist ekki. 2. Kristin. 3.
Valgerður. Markús prestur þjónaði þingunum 13 vetur,
áður hann tók vanheilsu mikla; var það máttleysi í
líkama hans öllum vinstra meginn; gerðist og síðau
kararmaður um 20 vetur1), en þó gat hann ritað sögur
af, og ekki ailfátt fleira. Hólmfríður dóttir haus skrif-
aði og ýmislegt, mest rímur og riddarasögur, er illt
var að lesa, því hönd hennar var sandsmá. Sagt var j
og, að hún syngi endrurn og sinnum yfir líkura, ef
prestur varð útborinn til að kasta á rekunum, þvi að
eptir lát séra Torfa Eggertssonar (1785) fékk séra Mark-
ús ekki þá þegar aðstoðarprest. Sesselja ekkja hans lifði
eptir raann sinn 9 vetur, og dó í Flatey2 3). Hólmfríður
Markúsdóttir var Jengstum í Miðbæ i Elatey, lagði sig
eptir útprjóni, en flutti sigjþó tvisvar norður á Isafjörð,
en nam þar livorugt sinni yndi, og fór aptur til Elat-
eyjar, og dó þar barnlaus, er hún hafði 3 um fimmt-
ugt; þótti ekki fögur álitum, mjóleit, og ekki fagur-
lega limuð; kölluðu roargir, hún líktist um það móður
sinni. Hún dó 1799“). Kristín systir hennar átti séra
Eggert Hákonarson, eu Valgerður var seinni kona
1) Það stendur lieima, að liann hefur veikzt (af slagi)
1767 eptir 13 ára prestsþjónustu í Flatey, en 25. jan. 1787
■andaðist liann, 78 ára gamull.
2) Hún undaðist 11. mai 1795, 87 ára.
3) Dó 9. júní úr gulu.