Blanda - 01.01.1924, Blaðsíða 73
67
aði ekki fyrir ráð fram af einskærri föðurlegri mildi
og meðaumkvun, þrátt fyrir beztu meðmæli Ól. St.
stiptamtmanns.
Nokkru áður kafði verið ákveðið, að H. H. mætti
verzla í Keílavík, ef hanu vildi gerast borgari í Heykja-
vík og byggja þar. Svo langt var seilzt til efniviðar í
unga kaupstaðinn1).
Svarið frá stjórninni til kaupmannsins kom hvorki
fljótt né vel. Að nær því ári liðnu er kaupmaðurinn
hlessa, að fá þá ekkert svar með skipi sínu (14/, 1800)
Loks kemur svarið eptir nærri 2 ár: Eptirgjöf að eins 4
helmingi skuldarinnar, og gjaldfrestur á hinu (1079l/„
rd.) um 1 ár, og þó með því skilyrði, að H. H. byggi
upp aptur á Básendum, og komi í lag verzlunarstaðnum.
Telur kaupmaður, sem von var, öll vandkvæði á þessu,
þar hann fái ekkert lán eða styrk til þess, en hafi nú,
útaf húsnæðis vandræðum, varið því litla, er efnin leyfðu,
til að byggja yfir sig og skylduliðið i Keflavík. Seg-
ist ekki einu sinm geta keypt afgjöldin af stóls-jörð-
unum, og vafasamt, hvort hann fái nokkurn skipsfarm
á þessu ári (1801), því umboðsmaður sinn í Kaup-
mannahöfn, Kristján Lassen, hafi i vetur orðið gjald-
þrota, og missi hann (H. H.) þvi ef til vill aleigu sína.
Kaupmann furðar á þvi, hve stjórnin hefur gert lítið
úr skýrslu þeirra sýslumanns og meðmælum stiptamt-
manns. Sjálfur er hann þá orðinn svo lasinn, að hann
kemst varla út fyrir dyr, og er ekki fær um að sigla,
til að flytja málefni sitt. En son sinn vill hann senda
utan og freista, hvort hann fái ekki hafið málin, er
1) Verzlunarfrelsinu 1787 fylgdu skyldur fyrir smúkaup-
menn til þess að vera „borgarar11 í einhverjum kaupstaðn-
um, sem stjórnin skipaði að kalla því nafni, og vildi þröngva
mönnum til að byggja þar og búa. (En nú er „vice versa“
og „öllu snúið öfugt þó“).
5*