Blanda - 01.01.1924, Blaðsíða 170
164
Ifór Sigurður svo með Jóni i Valþjófsdai. Fermdist
hann þar vorið 1864, og var þar síðan um tvö ár, en
flutti vorið 1866 frá Tungu i Valþjófsdal til Jóns
Sveínssonar í Hvammi í Dýrafirði; var hann siðan um
7 ár vinnumaður hjá Hvammsbændum, en fór þaðan
1873 að Arnarnúpi, þar var hann 7 ár vinnumaður, og
giptist þar 30. sept. 1876, Guðrúnu Jónsdóttur, hálf-
systur Guðmundar bónda Guðraundssonar á Arnarnúpi.
Þau hjón voru siðast i tómthúsmennsku i svo nefndu
„Grasi“ inn frá Þingeyri, og þar dó Sigurður Amelin
26. marz 1903, en Guðrún ekkja hans dó á Þingeyri
hjá syni sínum 25. október 1915. Þeirra synir voru:
a. Ingíbjartur Valdimar Sigurðsson, fæddur 22. októ-
ber 1876, fór utan; lærði farmannafræði, var síðan skip-
stjóri á Þingeyri, kvæntur Seciiíu Magnúsdóttur, syst-
urdóttur Þórðar prófasts Ólafssonar á Þingeyri. b.
Guðmundur Jón Sigurðsson, fæddur 13. september
1884, hugvits- og hagleiksmaður, vólasmiður á Þing-
eyri, kvæntur verzlunarkonu Estivu Björnsdóttur.
Árið 1868 fór Guðmuudur úr skála sínuru, og var
þá skálinn rifinn. Varð hann þá húsmaður hjá merk-
isbóndanum Guðmundi Guðbrandssyni i Hólum, sem
þá var hreppstjóri i Þingeyrarhrepp; skrifaði hann allt
íyrir nafna sinn, sem að hreppstjórn laut. Haustið
1869 var hann skipaður — með biskupsbréfi, sem enn
er til — meðhjálpari i Sandasókn, en vegna elli og
vanheilsu hefur hanu, með bréfi litlu siðar, sagt því
starfi af sór. Guðmundur var góður skrifari, bæði á
fagra snarhönd og fljótaskript, meðan hann hafði heil-
ar hendur, en síðast urðu þær hálf krepptar og kræklu-
legar, svo hann gat naumast haldið um pennann, og
varla haít handastjórn að halda á bildinum, sem hon-
um fór áður vel. Svo var hann reglusamur, að hann
hefur gert uppkast að flestum sendibréfum sínum, sem
honum þótti nokkru varða, og eru mörg þau frumrit