Blanda - 01.01.1924, Blaðsíða 130
124
sögn kunnugra samtíðarmanna og ættingja Móisesar,
að lik hans hafi rekið á sandinum í Bolungarvik; þá
ólst upp á Ósi í Bolungarvík, Friðrik, sonur Guðmund-
ar Bjarnasonar, þess er síðar bjó á Sæbóli; þá var
Friðrik 12 vetra að aldri, og hann fann lík Móisesar,
en sagði ekki til þess fyr en degi síðar, að hjá hon-
um sáuSt tóbaksdósir þær, sem hann hafði tekið af )ik-
inu, og merktar voru Guðmundi Guðmundssyni; var
þá Jeita farið, en þá hafði sjór tekið líkið aptur út,
og fannst það aldrei siðan. En Friðrik þessi Guð-
mundsson giptist siðar Sigríði Jónsdóttur frá Mosdal
i Önundarfirði, og áttu þau saman mörg börn. Friðrik
bjó á Sæbóli frá 1854, um 14 ár, til þess hann drukkn-
aði þaðan 30. sept. 1868, 44 ára gamall, i fiskiróðri,
rétt upp við land, þar sem Kapalsker heita, snertuspöl
út frá Sæbóli, og með honum tveir synir hans, Jón á
14. ári, og Jóhannes á 16. ári. Sá fjórði maður, sem
á bátnum var, komst á kjöl, en bátinn bar með hann
að landi, og komst hann uauðuglega upp í Kapalsker-
in og svo heim að Sæbóli; það var Búi Jónsson, sem
siðar bjó á Fjallaskaga í Dýrafirði og fór síðar til
Ameríku.
Þau Móises og Yigdís höfðu átt saman 11 börn og
dóu nokkur þeirra ung, en nú var hún ólétt að hinu
12., er hann drukknaði; ól hún síðan sveinbarn á
næsta hausti, 23. nóvember 1836, og var hann skírð-
ur Móises, eptir föður sínum; ólst hann síðan upp með
móður sinni og stjúpa til fermingaraldurs. Hann gipt-
ist 2. okt. 1872 Valgerði Natanaelsdóttur, Narfasonar;
bjuggu þau hjón siðast á Bakka í Neðri Hjarðardal,.
og þar missti Móises Valgerði konu sína 16. febrúar
1889 (fædd 27. september 1848). Voru þrjú börn þeirra:
1. Vigdís Guðrún, fædd 22. sept. 1873, dó 1. maí 1896
ógipt. 2. Natanael, fæddur 15. april 1878, lærði skó-
smiði og stundaði það nokkur ár, var siðar kaupmað-