Blanda - 01.01.1924, Blaðsíða 145
139
til æðri dómstóla, ef yður í einu eða fleiri atriðum
þeaaa málefnis þörf til þykir, við þess yfirvegun, samt
melda mig i öllu ofanskrifuðu og um premíu, eptir
tiltrú minni á yðar eðalsinni, æruskyldugast
Nýjabóli í Nesdal þ. 2. ágúst 1843.
G. Guðmundsson".
Velvisum herra sýslumauni E. 0. Briem á Skutuls-
fjarðareyri.
£>að er nú ókunnugt, hváð Briem hefur gert í þessu
máli, eða hvort hann hefur þagað það i hel, en það
varð nú á næsta hausti, að þeir mótstöðumenn Guð-
mundar fengu hann til sáttasamkomu, sem haldin var
á Gerðhönrum, en þar bjó þá sóknarpresturinn, séra
Jón Sigurðsson, er síðar var á Söndum, og þarf ekki
mörg orð að útlista, hvað málsvegur þeirra mótstöðu-
manna Guðmundar hefur verið glæsilegur, þar sem
þeir Sæbólabændur og þar með aðrir Mýrahreppsbænd-
ur, sem þá höfðu völdin mest, alls 16 að tölu, móti
einum manni, urðu að bjóða honum fó til þess að fara
úr Nesdal, útvega honum jarðnæði, og að flytja hann
og búslóð hans alla á landi og sjó á sinn kostnað að
öllu, án þess að hann eða neinn af hans skylduliði
legði þar hönd að, og svo stóð hann vel að vigi, einn
á móti 16 öfundarmönnum sínum, að annaðhvort urðu
þeir að gera, að kaupa ijóshaug hans i Nesdal, eður
flytja hann með honum, svo ekkert skertist, og réðu
þeir það af að kaupa fjóshauginn með því verði, sem
hann ákvað, því sú leið er fullar 4 danskar mílur, og
getur verið hættuleg á sjó, i'yrir Þúfuskerin að vestan-
verðu við Nesdal, og það hafa þeir menn sagt, er þar
voru nærstaddir, að ekki hafi verið að öllu vandalaust
að hlýða þeim fyrirskipunum, er Guðmundur „læknir‘;
(svo var hann jafnau nefndur), sagði fyrir um meðferð
á fjármunum sinum, þegar hann var fluttur úr Nesdal