Blanda - 01.01.1924, Blaðsíða 115
109
Um leyfi að vera til altaria bjá öðrum en honum, en
séra Einar þverneitaði þvi, og hélt áfrara að áminna
hann um að lesa fræðin bjá sér og búa sig undir op-
inbera aflausn fyrir vanrækslu á altarisgöngu og þver-
úð í fræðalestrinum. En Eyvindur neitaði harðlega að
standa opinberar skriptir fyrir séra Einari, og leitaði
anuara presta, að þeir tækju hann til altaris og gekk
það tregt, þangað til séra Loptur Rafnkelsson, aðstoðar-
prestur séra Þorsteins Oddssonarí Holti undir Eyjafjöll-
ura, gerði það vorið 1734, og var almælt, að Eyviodur hefði
mútað Nikulási sýslumanni Magnússyni, tengdasyni séra
Þorsteins og þá til heimilis í Holti, að fá tengdaföð-
ur sinn til þe3S að láta aðstoðarprest sÍDn framkvæma
þessa athöfn. Vildi Eyvindur fá Nikulás fyrir setudóm-
ara í máli því, er hann þá höfðaði gegn séra Einari,
en amtmaður neitaði honum um það, því að honuui
hafði verið flutt, að þeir Eyvindur mundu belzti sam-
rýmdir, og Nikulás lítt vandaður. En kæruatriði Ey-
vindar gegn séra Einari voru þau hin helztu: að haon
hefði ekki messað á klausturkirkjunni 12 sunnudaga
samfleytt sumarið 1730, að hann hefði verið svo drukk-
iun við embættisgerð á páskadagipn (25. marz) 1731,
að hann hefði „selt upp“ á prédikunarstólnum, að hann
hefði á Jónsmessu 1734 fellt niður helgað brauð, steypt
vini úr kaleiknum, og ekki tekið til altaris pilt, er hann
hafi skriptað, svo að hann hafi orðið eptir af altaris-
göngufólkinu, en prestur matið meira að rita á altar-
inu kæruskjal gegn Eyvindi o. s. f'rv. Síðar um sum-
arið 1734 (8. ágúst) reit Eyvindur einnig langa skýrslu
eða kæru til amtmanns út af launakröfum séra Einars
er fyr var getið, og vildi telja þær rangar, taldi ágirnd
prests óseðjaDdi, og kvað hann vera svo ágongan við
fátæka alþýðu i sókuum sinum, að haun taki i lík-
8öngseyri kú, hest eða hryssu, hversu fátækir sem
menn séu, og standi i skuld bæði við kong og karl. Var