Blanda - 01.01.1924, Blaðsíða 114
108
skapsmunum og viðmóti. Fór þó allt skaplega með
þeim Eyvindi í fyrstu, en brátt tók samt að brydda á
ertingum. Höfðu klausturprestarnir jafnan haft 20 rd.
af klaustrinu i laun og faeði, en Eyvindur vildi ekki
greiða nema 8 rd. i fæði, og þó ekki í peningum.
Hafði séra Einar ritað rentukammerinu kvörtun, að hann
eða fylgdarmaður hans fengju ekki mat hjá Eyviudi,
þá er prestur messaði á klaustrinu, og bauð þá rentu-
kammerið Eyvindi 20. maí 1733 að greiða séra Ein-
ari þau laun og þá fæðispeninga, er hann ætti með
réttu að hafa af klaustrinn, en Eyvindur skeytti því
engu, og á aiþingi 1734 þverneitaði hann Lafrentz amt-
manni að greiða séra Einari meira en 8 rd., og kærði
amtmaður hann þá fyrir stjórninni. En þá voru komn-
ar fleiri greinar milli þeirra prests og Eyviudar, og
fullur fjandskapur, en þetta hefur verið hin fyrsta und-
irrót deilu þeirra, og Eyvindur því átt þar upptökin,
því að krafa prests hefur verið réttmæt. En höfuðkær-
urnar hófust fyrst, eptir að séra Einar hafði afleyst
Eyvind opinberlega 2. ágúst 1733 fyrir frillulífisbrot
með Steinunni Þorsteinsdóttur, því að þá er Eyvindur
hafði verið til altaris að lokinni aflausninni, tók séra
Einar sér votta að einhverju, sem þeim hafði á milli
farið, og kærði Eyvindur það atferli prests, en vitna-
leiðsla sú, er um þetta átti fram að fara á Kleifar-
þingi 10. nóv. s. á. (1733) fórst fyrir og var frestað
til næsta vors, en þá voru 'aðrar og stærri sakir komn-
ar á prjónana milli þeirra. Var það þá síðar um vet-
urinn, 21. febr. 1734, er prestur var að yfirheyra sókn-
arfólkið i fræðum Lúters, að hann sendi boð til Ey-
vindar að koma út i kirkju, og svara út úr fræðunum,
en þá var venja, að prestarnir spurðu alla, unga og
gamla. En Eyvindur muu hafa þótzt upp úr því vax-
inn að vera yfirheyrður af presti í kristindóminum, og
fiór hvergi, en mæltist til þess, að prestur veitti hon-