Blanda - 01.01.1924, Blaðsíða 85
79
nm, giptist síðan skikkanlegum en fátækum bónda-
manni í Greiradal. 2. Sigurður, sem varð aðstoðarprest-
ur föður síns, hneigðist mjög til víns, skildi við konu
sína og var ioks skikkaður til Grímseyjar. 3. Tómas;
hann drukknaði undir Jökli, ungur og ókvongaður; hann
var sterkur líkt og faðir hans1). Séra Tómas var full-
ar 3 álnir danskar á hæð og hafði rúmlega gildleika
eptir hæð. Hann var vel vaxinn maður, herða- og kálfa-
mikill, mittismjór með þreklegar hendur og limi, enda
var hann hraustmenni mikið. Það var haft i frásögum
upp á hrej^sti hans, að eitt sinn, þá hann var ungur,
átti hann að vakta óvanaðan og ótamdan fola, 5 vetra
gamlan; það var fyrir túuaslátt, en hesturinn túnsæk-
inn mjög. Þetta virtist honum, manni vart 20 ára, ekki
létt verk og löðurmannlegt, eins og Gretti Asmund-
aisyni, heldur leitt verk og löðurmannlegt, í því hann
hlaut opt að gera sér ómak, svo folinn væri ekki í tún-
inu í gróanda. Hann tók því eitt sinn snæri, hnýtti því
upp í folann, og teymdi hann heim á hlaðið, og hugði
að binda hann þar við hestastein, á hvern klappað var
gat; lykkja var á snærisendanum, sem hann hugði að
smeygja í lykkjuna, þá hann hef'ði dregið hana gegn-
um steininn, en meðan hann seildist eptir leggnum með
vinstri hendi lét hann sleikjufingur á hægri hönd í
lykkjuna, svo eigi drægist til baka, en í sama augna-
bliki stökk folinn upp, því hann var lítt taminn, en
Tumi hvatskeytlegur, og snærið skar fremsta köggul
burt af fingrinum, sem var í lykkjunni, við steingats-
brúnina, svo hann fló í lopt upp, en Tuma varð skap-
brátt, og sló folann á kjálkann með sömu hendinni, og
1) Um æfi séra Tómasar og börn hans hef eg ritað all-
ýtarlegar athugasemdir í Sýslum.æfum III, 510—513 og vís-
ast til þess hér. Séra Tómas dó i Holti í Onundarfirði 13.
okt. 1849. Mun fæddur 1769, en ekki 1768.