Blanda - 01.01.1924, Blaðsíða 42
36
eptir nokkur orð mín telst hann vilja láta lausa
peningana, og þegar hann fékk mór þá aptur, vildi
hann ekki neitt sjalfur telja þá. Eg tók við þeira og
taldi þá sjálfur, svo söuiu vottar sáu; vantaði mig
þá eina spesíuna. Siðan lýsti eg upp á hann, svo
allir heyrðu, að þessi ein spesía stæði inni hjá hon-
um óafgreidd, hverju hann þverneitaði og svo (tór)
eg burt, að eg hef ekkert haft upp á þessu. Síðan
bað eg þa Ólaf og Evert að ganga með mór eitt-
hvað á leið, því iarið var að halla degi og í mér
hryllingur af viðureign okkar Jóns samstundis. Þetta
létu þeir eptir mér, Ólafur og Evert. Eór eg síðan
af stað frá býli þessu og fylgdu taldir 2 raenn mór
sprettkorn inn á göturnar; var eg þá ekki kominn
til hesta minna, sem áður er getið, að frambjá runnu
veginn með klyfjunum, og þegar þessir tveir ætluðu
að yfirgefa mig, þá heyrði eg á eptir mér riðið, en
dimmt var farið að verða. Þessi maður ríður þegar
að mér, og þekki eg, að þar er kominn Jón Jóns-
son. Hann ávarpar mig í styggð, að eg nú þegar
láti úti við sig 1—2 spesíur þegar í stað fyrir þá
djörfung, er eg í bænum hefði áður sýnt sér, nefni-
lega, það hann hefði ekki gert skil fyrir öllum pen-
ingunum. Eg færðist undan með góðu, og beiddi
hann að gera mér enga tálmun áfram. Þá tekur
hann í öxl mér, og kippir mér af baki og heldur
hestinum, og ætlar að berja mig með písk sinum.
Eptir því sem eg bað hann frekar um lausn mína,
espaðist hann. Að því búnu sló hann mig með hnef-
anum á höfuðið með Ijótu og meiðandi orðbragði,
tók hest minn með pokanum, er iylgdi; héldustum
við á um pokann og dugði mér ekki, fleygði hann
mór nokkrum sinnum niður á melinn, og eg hafði
mig við og við á fætur aptur og varði mig, sem eg
gat, að verða ekki fyrir skemmdum af hans viðureign,