Blanda - 01.01.1924, Blaðsíða 311
305
Myrkvaskarð er sett þar sem Grenskarð á aö
vera, en það er sjálft ekki nefnt. Og víðar á því
landabréfi eru svipaðar villur.
Nú verður fyrir okkur hrikalegur hamratindur,
753 metra hár, Fáskrúður að nafni, og hittir
það naglann á höfuðið, því að varla sést á honum
stingandi strá. Hann er fast við dalinn austanverð-
an, og þaðan suður að Vatnadalsá er fátt um fræga
staði, svo að ferðalagið gengur í loptinu að vest-
urmörkum Víðidals. Rétt er þó að geta þess, að
dalurinn beygir við til suðvesturs, þegar að Vatna-
dalsá er komið, og heitir úr því Þ r ö n g i d a 1 u r.
Vestan við Víðidal syðst, eru Laxárdals-
f j ö 11; eru þau með hæstu fjöllum á þessu svæði.
ÍYfir þau gnæfir Illviðrishnjúkur, 866 m.
hár, og horfast þeir Fáskrúður á, yfir þveran dal-
inn.
Mjóadalsskarð þverskiptir Laxárdalsfjöll-
um, milli Laxárdals, að vestan, og Víðidals, að
austan. Við austurenda skarðsins, á Víðidal, sjást
rústir af Mjóadalsseli, því þar var selstaða frá
Mjóadal, og notuð fram yfir aldamótin 1800.
Norðast og austast í fjallataglinu, sunnan við Litla-
Vatnsskarð, er keilulagaður fjallkollur, 702 m.
hár, og heitir Þ u m 1 u n g u r. Nafnið er efalaust
mjög gamalt, en af hverju það sé sprottið, vita
menn eigi, en það er yzti og austasti útvörður Lax-
árdalsfjalla, og ekki ósvipaður þumli á vettling, sem
kallast má útvörður vettlingsins.1)
Efst í austurbrún Laxárdalsfjallanna eru kletta-
skálar. Sú stærsta þeirra heitir Útburðarskál
°g er sagt, að þar hafi útborið ungbarn dáið. Öll
1) Sbr. hjá Snorra Sturlusyni, sem kallar þumalinn
„þumlung". — Sn. Edda, Rvík 1907, bls. 72.
20