Blanda - 01.01.1924, Blaðsíða 48
42
urs betalings fyrir það, eg hafði þangað látið, en þar
var ekki að henda nema svik og hrekki, og jafnframt
foraraán og fyrirlitning, og þannig hafa mér margir
gefizt upp í Skagafirði, og það jafnvel helzt þeir, sem
taldir eru fyrir öðrum raönnum að mannkostum. £>ví
er skylt að greina hina frft, sera betur hafa gefizt, með-
al hverra er sérilagi hr. hreppstjórinn Eiríkur Eiríks-
son í Djúpadal; hef eg opt á hans heimili miklar góð-
gerðir þegið, og nokkur viðskipti við hann átt, og hon-
um allt við mig farið vel og skilvislega.
Til þess að lesendur raínir geti fengið orsök til að
hlæja um stund að auðtrúskap inínum við kvennfólkið,
þá set eg hér inn í eitt glappaskot, sem skeði á næst-
liðnu hausti, sem atvikaðist á þá leið, að ekkjan Mar-
grét Sveinsdóttir, sem fyr um getur, hver nú er ráðs-
bona í Smiðsgerði í Kolbeinsdal, tók sér ferð á hend-
ur i haust, riðandi með hest i taumi, út í Siglufjörð,
og hitti mig þar. Lét hún, sem það væri erindi sitt
til mín, að gera nú sanna iðran í augliti minu fyrir
umliðna breytni sína við mig, og kvað sig hafa það
mest angrað, síðan hún hafði útskúfað mér; skyldi
hún nú til mín fara upp á hvern máta, sem eg vildi,
•og hvar sem eg yrði og launa þannig með sjálfri sér
það, sem áfátt hefði orðið fyrir sér áður, þvi það sæi
margur seinna, sem hann skyldi fyrri sjá. Þessi breyt-
ing á hennar hugarfari og bliðmæli framar venju ráku
mig að sönnu fyrst í stanz, en inntóku mig þó heim-
uglega með nokkurskonar feginleik og tilhlökkun, eink-
um þar eg hafði að undanförnu freraur viljað þýðast
konu þessa; tók því hennar tilboði með þökkum. Jafn-
frarat þessu beiddi hún mig að hjálpa sér um sjávar-
matvæli á hest sinn, sem hún teymdi, hvað eg og
gerði, og lét upp ú hestinn fullkomið af fiski og há-
barli, og fékk henni síðan töluvert af heilagfiski, sem
hún reiddi undir sér, og sagði henni síðan, ef hún